sunnudagur, október 01, 2006

Lesandi septembermánaðar

Jæja, þá er komið að úrslitum septembermánaðar!

1. sæti:
Það fór aldrei á milli mála að Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings ætlaði sér að rústa keppnina þennan mánuðinn, sem hún og gerði með þvílíkum glæsibrag að slíkt hefur ekki sést frá stofnun þessarar síðu! Óska ég henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur og ættu fleiri að taka keppnisskap hennar sér til fyrirmyndar :-)

2. sæti:
Björg María Jónsdóttir kommentaði einnig eins og óð væri og var aðeins 7 kommentum á eftir fyrsta sæti :)

3. sæti:
Elín Ósk Magnúsdóttir stóð sig líka eins og hetja og var aðeins 8 kommentum á eftir öðru sæti :)

Þakka ég glæsilega þátttöku, einnig þeim sem komust ekki í toppsætin að þessu sinni, og vonast til að sjá jafnvel fleiri í toppbaráttunni í þessum mánuði :)

Engin ummæli: