Gódan og blessadan daginn, ekki allir í studi?
Hér í DK gengur lífid sitt vanagang (en ekki hvad). Ég skiladi medal annars hópritgerdinni í fyrradag (tessi med dagbladinu, sjá seinustu færslu), og á mér nú aftur smá líf. Vid lentum í allskonar brasi á seinustu metrunum (turftum t.d. ad skifta um leidbeinanda tveimur vikum fyrir skil, ekki gott!), en tetta tókst nú allt saman. Framundan er svo próf upp úr ritgerdinni tann 14. júní, og er tad eina prófid mitt á tessari önn (en gildir aftur á móti 20 einingar...), svo ég tarf nú brádlega ad hefja lestur. Ætla nú samt ad taka nokkrar vaktir í vinnunni og svona tangad til.
Já, sumarid er loksins komid eftir laaangan vetur, og er búid ad vera í trjá daga. Ég er nú tegar byrjud ad kvarta undan hita, og get ekki bedid eftir vetrinum. Sé samt smá vonarglætu med tad ad mér takist kannski ad fá smá lit í andlitid í sumar, jesúsminnallamalla :D Tad hefur ekki gerst sídan Gautaborgarsumarid 2006, og aldrei fyrir tann tíma... En já, tad stefnir sem sagt allt í ágætis sumar.
Lét svo loksins plata mig til tess ad verda vaktstjóri í vinnunni. Hef oft neitad á undanförnum árum, en vegna tess ad ég nádi ad semja mig fram til sérákvæda í samningnum, tá lét ég tilleidast. Fæ líka lánahækkun, partí partí...
Annars hef ég eignast nýtt áhugamál, og tad er ad spila pool! Tad fer reyndar tvennum sögum af færni minni med pool-kjudann, en ég er allavega farin ad hitta kúlurnar núna... Svo tad er ekki óalgengt ad sjá mig á helstu pool-stödum borgarinnar á virkum dögum (spila ekki um helgar tví tad er algjört hell ad fá bord...), og plata ég mann og annan til tess ad spila vid mig. Dreg vinkonurnar med oft í mánudi, og eymingja Peter neydist líka til tess ad fara med mér minnst einu sinni í viku. Skil ekki ad ég hafi ekki uppgötvad tetta fyrr...
En allavega, ætla ad skella mér í bókasafnid og finna mér eitthvad skemmtilegt ad lesa.
Vid hittumst heil!
Knús og kram, Anna Banana
föstudagur, maí 21, 2010
Sælt veri fólkid
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, maí 21, 2010
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli