þriðjudagur, febrúar 09, 2010

Heia!

Sælt veri fólkid.

Allt ad gerast á blogginu (og ábyggilega ekki sála sem les!).

Ég hélt mér dyttu allar daudar lýs úr höfdi í dag tegar ég opnadi námsbækurnar og komst ad tví ad ég tarf ad lesa fleiri hundrud sídur af sálfræditexta á norsku. Sem er einmitt ástæda tessa bloggs: Overspringshandlinger! Overspringshandlinger er eitt gott (og ó svo mikid notad!) danskt ord, sem merkir tær athafnir sem madur gerir (gerir madur athafnir?) tegar madur nennir ekki ad lesa námsbækurnar/tvo tvott/hvad tad nú er sem madur tarf ad gera. Tad ad blogga er til dæmis kjörin overspringshandling tegar madur á ad lesa sálfrædi á norsku. Og hananú.

Er annars í fríi frá skólanum alla tessa viku út af einhverjum undarlegum skipulagsástædum. En ég tek fríinu fagnandi, tví ég hef tá allavega tíma til tess ad gera alla tá hundrad hluti sem ég hef ekki haft tíma til undanfarna mánudi.

Í gær fór ég medal annars í gleraugnaverslunina mína, tví ég er búin ad taka eftir tví ad ég sé frekar óskýrt med vinstra auga med nýju gleraugunum mínum sem ég fékk núna eftir áramót (hin duttu loksins í gólfid og brotnudu, var búin ad bída eftir tví í 4 ár enda var málningin af umgjördinni flögnud af og styrkleikinn var alltof lítill). Eftir allskonar mælingar og pælingar komst sjóntækjafrædingurinn ad tví ad tad væri ekki edlilegt ad ég sæi svona illa med vinstra auga, svo ég var send til augnlæknis í dag. Augnlæknirinn byrjadi á tví ad hrósa mér fyrir RISAstóra augasteina (líkt og sjóntækjafrædingurinn hafdi gert ádur en hún svo mikid sem sagdi halló vid mig) og spyrja hvort ég fengi ekki hausverk í sól vegna augasteinanna. Svo blés hún lofti í augun á mér og sagdi ad tad eina sem væri ad væri ad ég tyrfti enn meiri styrk á vinstra auga. Svo ég tarf ad fara aftur í gleraugnaverslunina á föstudaginn og fá tau til ad laga gleraugun mín. Og reyndar til tess ad mæla fyrir mig nýjar linsur, linsurnar sem ég er med núna er alltof veikar. Er ég hérmed ordin staurblind: -1,5 á hægra auga og -2,5 á vinstra auga. Jebbs.

Svo er á ég tíma í klippingu á morgun, mikil gledi! Hef ekki farid í klippingu sídan í ágúst (og tar ádur í janúar og tar ádur í ágúst...) tví ég hef einfaldlega ekki haft tíma í svoleidis dundur. Á fimmtudaginn á ég svo tíma í klukkutíma nudd, ég fékk gjafakort í nudd frá Peter á seinasta ári og hef ekki haft tíma fyrir svoleidis dekur fyrr en nú... Tad er nú bara verst hvad nuddarinn er assgoti huggulegur, en Peter tarf nú ekkert ad vita af tví :) Reikna svo med ad fara í hálftíma nudd í næstu viku, tad er bara næs.

Svo hef ég loksins tíma til ad fara til læknis á föstudaginn og láta tjasla saman gömlum meinum (er med langan lista, hef heldur ekki haft tíma til ad fara til læknis í ár og öld! Grey læknirinn...). Svo ætla ég líka ad rádast á risastóra handtvottabunkann, sem ég hef heldur ekki haft tíma til ad sinna í skammarlega marga mánudi (finnst tvottur sem tolir ekki tvottavélar heimskulegur).

Já gott fólk, tetta er nú aldeilis gott frí! Tess á milli les ég svo sálfrædina norsku af miklum mód (nei, hún er alls ekki erfid, fer bara adeins hægar yfir efnid svo manni finnst madur ekkert komast áfram... arrg...) og glími vid hlaupabrettid í ræktinni. Hef í mörg ár hatad fjandans hlaupabrettid, en hef fundid nýtilkominn kærleika í gard brettisins og hef háleit markmid um ad geta hlaupid 5 kílómetra í einum rykk einhvern tímann á næstu vikum (allavega eftir hlaupaprógramminu sem ég fer eftir...). Ég get svo aldeilis sagt ykkur tad.

En jæja, verd sennilega ad snúa mér ad námsbókunum aftur.

Vid hittumst heil älsklingarnir mínir! Bestu kvedjur, Anna den norske

Engin ummæli: