Kæru hálsar
Ég nenni ekki meiri snjó! Mikill snjóavetur hefur verid í Danmörku undanfarid, og ástandid er ordid ansi treytandi. Ég hef medal annars turft ad leggja hjólinu mínu tímabundid, tví í öllu slabbinu virkar frambrettid eins og snjóplógur sem spænir snjóinn fagurlega upp á hægri löpp, og tad er ansi pirrandi.
Skólinn er byrjadur aftur, og ég verd nú ad segja ad ég er frekar fegin. Sagdi nefnilega yfirmanni mínum frá tví ad ég hefdi tveggja vikna frí í lok janúar, og gæti ad tví tilefni vel hugsad mér ad taka nokkrar aukavaktir í vinnunni. Ég hefdi svo sem átt ad vita hvad tad týddi (enda lent í tví stórkostlega oft ádur): 10-12 tíma vinna á dag í 14 daga í röd. Og einhver snillingurinn ákvad ad ég mætti ekki lengur sitja í kassanum (tví ég er svo snögg ad kasta vörunum upp í hillur eda eitthvad álíka), og tad vidhorf var ansi fljótt ad berast á milli manna svo ég sat ekkert á kassanum tessar tvær vikur. Ad tví er skemmst ad spyrja ad ég missti rúm 2 kíló á tessum 14 dögum, nenni nú ekki ad gráta tad mikid...
En já, ég er sem sagt byrjud á 4. önn. Tók 3. önn svona líka glæsilega í nefid, svo nú er tad bara áfram veginn. Get samt ekki sagt ad önnin byrji vel, tví trátt fyrir ad turfa ad lesa ad medaltali 60 bladsídur fyrir hvern tíma, tá höfum vid ekki adgang ad neinum bókum enntá! Bókasalan í Verkfrædiháskólanum hefur hingad til séd um ad panta fyrir okkur bækur og prenta textasamansöfnin, en tar sem Álaborgarháskóli er ekki alltaf ad dansa, tá sendu teir Verkfrædiháskólanum bókalistana ad sjálfsögdu of seint, og svo hrundu ljósritunarvélarnar allar sem ein í Verkfrædiháskólanum, svo vid getum ekki fengid bækur fyrr en í fyrsta lagi á tridjudaginn í næstu viku. Á tridjudaginn í næstu viku verd ég sem sagt 360 bladsídum á eftir áætlun, vúhú! En annars lítur önnin vel út, fjallar mikid um sálfrædi og allskonar samskiptamunstur í faglegum adstædum ásamt greiningum á líkamstjáningu og fleiru. Hljómar allavega ansi spennandi, ég hef náttúrulega engar bækur enntá til ad lesa mér til um málid :)
Gerdi annars heidarlega tilraun í seinustu viku til tess ad baka pönnukökur med vatni. Uppgötvadi of seint ad engin mjólk væri til í kotinu, og Peter minn var í svo mikilli pönnukökutörf, ad hann gat ekki skokkad út í búd og keypt mjólk. Svo ég skellti vatni í deigid og vonadi tad besta. Frá tví er skemmst ad segja, ad tad er EKKI hægt ad baka pönnukökur ef engin mjólk er í deiginu... Hrmpf. Er annars pró pönnukökubakari sko :)
En allavega, verd ad fara ad koma mér í bælid.
Vid heyrumst (fyrr eda seinna, en sennilega seinna!).
Kvedja, Anna panna
miðvikudagur, febrúar 03, 2010
Halló skralló
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, febrúar 03, 2010
Flokkur: Danmark
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli