Jæja lesendur gódir
Hid ótrúlega hefur gerst - NÝ FÆRSLA!!!
Allavega, seinustu daga hef ég setid sveitt fyrir framan tölvuna og lært ad prjóna eftir allskonar leidbeiningum. Var ordin öfundsjúk út stelpurnar í skólanum sem prjóna sokka eins og ekkert sé, svo ég tali nú um alla á facebook sem eru margir hverjir eins og einhverjar prjónamaskínur! Svo ég ákvad ad læra tetta sjálf, og hananú. Med dyggri adstod netsins og smá hjálp frá tengdamömmu, tá er ég núna byrjud á skærbleikum legghlífum sem eiga ad notast, ef vel tekst til, á jólahladbordi med 80´s tema sem verdur haldid hjá vinkonu minni í lok nóvember. Peter fær leyfi til tess (í eina skiptid í tessu lífi!!!) ad vera med yfirvaraskegg í tessu bodi. Hann er eins og spenntur krakki á jólum.
Ég get tó ekki sagt ad ég hafi aldrei snert prjóna ádur, ef vid lítum yfir mína prjónasögu tá er hún í stuttu máli svona:
- Lærdi ad prjóna um 5 ára (sjá mynd fyrir nedan tar sem árstalid sést, tad er mín sönnun;) ) tar sem ég gerdi heidarlega tilraun tess ad prjóna bleikan trefil med gardaprjóni. Trefill tessi vard tó ekki annad en einn stór brandari, tví ég var víst ansi dugleg vid tad ad taka upp aukalykkjur sem gerdi tad ad verkum ad trefillinn var tvöfalt breidari efst en nedst... Ég held ad trefill tessi liggi einhversstadar í kassa heima á Grænavatni, og hann má alveg liggja tar áfram til æviloka. Ég ad prjóna, 23. september 1992.
-Í grunnskóla reyndi ég ad prjóna bláa (eda græna?) húfu á hringprjóni í ca. 6. eda 7. bekk í handavinnutíma. Nidurstadan var sú, ad mamma prjónadi næstum alla húfuna fyrir mig, enda fannst mér tetta hundleidinlegt...
- Í ca. 8. bekk tókst mér ad prjóna forljóta bleika og fjólubláa vettlinga med gardaprjóni, festa saman med hvítu ullargarni á hlidunum. Allt of tykkir og ljótir til tess ad vera notadir...
- Í 9. bekk árid 2002 lék ég í einhverju leikriti tar sem ég átti ad vera frú í saumaklúbbi. Til tess ad geta leikid í tví stykki turfti ég ad læra ad prjóna! (Ótrúlegt hvad madur er fljótur ad gleyma hvernig á ad prjóna...). Svo hér ad nedan gefur á ad líta mynd af mér tar sem ég sit heima í leikbúningnum (gamla kjólnum hennar ömmu Steingerdar, minnir mig, og med gamlan hatt sem er einnig í hennar eigu) og er ad æfa mig.Ég einbeitt vid prjónaskapinn.
Tannig er nú mín prjónasaga! En núna er ég sem sagt byrjud aftur, og hef áhuga á tví í tetta skiptid ;) Er meira ad segja búin ad læra ad prjóna brugdid og alles, svo nú verda vonandi ekki framin fleiri gardaprjónshrydjuverk á mínu heimili. Brádum verd ég svo farin ad framleida meistarastykki í tonnatali og framvegis munu allir fá trefla í jólagjöf (og treflanir vonandi med jafnmörgum lykkjum efst og nedst...).
Bestu kvedjur, Anna prjónakona.
föstudagur, nóvember 06, 2009
Prjón
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, nóvember 06, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli