föstudagur, júlí 10, 2009

Búin med fyrsta ár, vúhú!

Jæja, tá eru allar einkunnir loksins komnar í hús! Var eilítid stressud yfir einu fagi, sem byggir ad miklu leyti á danskri málfærni og svoleidis dóti (fag sem byggir á ad skrifa t.d. fréttatexta í dagblöd og greinar í glanstímarit), en ég hef greinilega stadid mig vel, tví ég fékk 10 í danska einkunn úr tví prófi, sem er tad sama og 9 í íslenska einkunn :) Tad próf var reyndar fléttad saman vid grafíska hönnun, svo tad getur líka verid ad grafíska hönnunin hafi dregid tetta eitthvad upp . (Sjá link r um hvernig einkunnir eru umreiknadar frá dönskum einkunnum yfir í íslenskar).

Ég fékk líka 10 í danska einkunn í stóra prófinu upp úr 100 bls. hópritgerdinni, og líka 10 í hinu heimaprófinu sem var mynda- og fagurfrædigreining á auglýsingum. Fékk svo "stadid" fyrir könnunarkúrsana, tad sem kennt var hvernig eigi ad gera vísindalegar spurningarkannanir og vinna úr teim, bædi krossaspurningakannanir og vidtalakannanir. Tad var nóg ad vera med 80% mætingu og tá slapp madur vid lokapróf. Tannig ad medaleinkunn eftir tessa önn er 10 dönsk einkunn, eda 9 íslensk einkunn. Get nú ekki kvartad mikid yfir tví! :)

Tannig ad núna er ég strax byrjud ad hlakka til næstu annars, tar sem adaláhersla verdur lögd á tölvur og tölvusamskipti. Eitthvad heyrist mér líka ad hugsanlega eigi ad troda einhverjum photoshop-kúrsum á tá önn, enda mikilvægt í greiningu á samskiptum í fjölmidlum ad geta greint tær breytingar sem eiga sér stad á myndum. Úff, ég hef aldrei verid ljósmyndaáhugamanneskja, en ég rúlladi greinilega upp grafísku hönnunni á tessari önn (haha, turfti ad kreista fram alla tá listrænu hæfileika sem ég vissi ekki einu sinni ad ég ætti til tess ad klambra tví dóti saman), svo nú skulum vid sjá til hvernig tetta fer allt saman.

En ad ödru. Vinna vinna vinna vinna, tad er í grundvallaratridum tad sem ég er ad gera tessa dagana. Er samt lítid ad vinna í minni búd, en er mikid í annarri búd og er svo stundum send í tridju búdina. Úff. Fæ samt triggja vikna sumarfrí eftir 17 daga, vúhú! Tad verdur samt ekkert farid til útlanda tetta sumarid (nema smá til Sudur-Svítjódar í dagsferdir), en familían kemur samt í heimsókn og svoleidis huggulegheit.

En jæja, best ad skella sér á bókasafnid, ætla ad skila um tad bil 20 námsbókum sem ég hef sankad ad mér... gudi sé lof fyrir hjólid mitt, ég myndi aldrei geta labbad med allar tessar bækur!

Bless bless og ekkert stress
Kvedjur frá Køben, Anna panna

Engin ummæli: