Ég mætti sem sagt í FusionDance áðan (tímanum í gær var aflýst) og ég er frelsuð!!! Ég hef reyndar lengi vel vitað að dans væri uppáhaldsíþróttin mín, en hef bara ekki getað stundað hana sem slíka... En úffpúff, þetta var bara F***ing snilld! Oh, mig langar strax aftur...
Já, ég sem sagt mætti í ræktina og ákvað að skella mér í FusionDance. Ég er ekki frá því að ég hafi verið dulítið stressuð, enda vissi ég ekkert hvernig dans átti að kenna og hvort ég væri sú eina sem kynni nákvæmlega ekki sjitt. Það kom á daginn að dansinn sem kenndur var, var StreetDance (maður að reyna að vera geðveikt kúl og skora á alla hina í danskeppni og svona) og humm, ég var sú eina sem kunni ekki sjitt... En það reddaðist, allavega náði ég hinum GEGGJAÐ FLOTTU danssporum fyrir rest (við vorum að læra nýjan dans, og allt á hollensku takk fyrir takk!) og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Hoho, spurning um að leggja þetta fyrir sig?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli