miðvikudagur, október 04, 2006

VÁ VÁ VÁ

Vá, ef ég er ekki búin að finna framtíðaríþróttina, þá veit ég ekki hvað!

Ég mætti sem sagt í FusionDance áðan (tímanum í gær var aflýst) og ég er frelsuð!!! Ég hef reyndar lengi vel vitað að dans væri uppáhaldsíþróttin mín, en hef bara ekki getað stundað hana sem slíka... En úffpúff, þetta var bara F***ing snilld! Oh, mig langar strax aftur...

Já, ég sem sagt mætti í ræktina og ákvað að skella mér í FusionDance. Ég er ekki frá því að ég hafi verið dulítið stressuð, enda vissi ég ekkert hvernig dans átti að kenna og hvort ég væri sú eina sem kynni nákvæmlega ekki sjitt. Það kom á daginn að dansinn sem kenndur var, var StreetDance (maður að reyna að vera geðveikt kúl og skora á alla hina í danskeppni og svona) og humm, ég var sú eina sem kunni ekki sjitt... En það reddaðist, allavega náði ég hinum GEGGJAÐ FLOTTU danssporum fyrir rest (við vorum að læra nýjan dans, og allt á hollensku takk fyrir takk!) og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa. Hoho, spurning um að leggja þetta fyrir sig?

Nei án gríns, þá hef ég alltaf verið algjörlega danssjúk. Þakka ég foreldrum mínum kærlega fyrir að hafa sent mig á öll dansnámskeiðin í Dansskóla Báru (hét hann ekki það?) þegar ég var bara 5 ára eða eitthvað... Og síðan voru náttúrulega einhver dansnámskeið í grunnskóla, og svo hef ég farið á afródansnámskeið og salsanámskeið og lært sænska þjóðdansa og ég veit ekki hvað og hvað... En sjæse, ég hef greinilega ekki farið á dansnámskeið lengi því ég var búin að gleyma að þetta væri SVONA gaman! Æh, mig langar til að grenja úr gleði akkúrat núna. Held samt að ég sleppi því og fari frekar upp að æfa mig í staðinn... Hoho!

Ástarkveðjur, Anna sem er að springa úr gleði og mætir sko POTTÞÉTT í FusionDance næsta þriðjudag!!!

Engin ummæli: