Nei, ég strokaði óvart færsluna mína út! Humm, það er nú eitthvað dularfullt við þetta, því ég gerði nú ekki neitt af mér nema að skrifa á fullu...
Kannski eru æðri máttarvöld eitthvað að grípa inn í og segja mér að blogga um eitthvað spennandi?
Nei, ég hlusta ekki á svoleiðis rugl.
En já, í stuttu máli sagt, þá fjallaði færslan um einkar óspennandi hluti á borð við tiltekt í herberginu mínu, allsherjar yfirhalningu (æh þið vitið, vax og plokk og kornakrem og allt það) og góð kaup í bænum. Ég meina, 14 pör af eyrnalokkum á 8 evrur (692 krónur) sem áttu að kosta 64 evrur (5.537 krónur) er nú ansi góður díll. Langar einhvern í heimsókn eða?
Og mamma, ég keypti líka svona plastpoka sem virka þannig að maður setur bara fötin sín í þá og pressar loftið úr! Gasalega sneddí fyrir fólk sem kann ekki að brjóta saman föt, með öðrum orðum, þetta var ábyggilega sérhannað fyrir mig :D
Annars er þessi frívika mín ekki búin að fara í neitt gáfulegt. Ég sem ætlaði að skella mér til útlanda og allskonar, en æh, það fór nú eitthvað út um þúfur í krónísku letikasti. Nei þetta gengur ekki lengur, ég er farin að læra!
Ástarkveðjur, Anna van Bosch
föstudagur, október 20, 2006
Jarí jarí
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, október 20, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli