Humm, hvað á ég eiginlega að gera í heila 9 daga, sem sagt frá laugardeginum 14. október til sunnudagsins 22. október? Úffpúff, ég ætla samt fyrst að tékka fjárhagsstöðuna og fara svo á lestarstöðina og ræða aðeins við fólkið þar... því ég ætla sko pottþétt að fara til "útlanda"! Ég held að maður verði nú að minnsta kosti að skreppa smá til Þýskalands og smá til Belgíu, því ég er minna en klukkutíma frá landamærunum að þessum löndum. Og ég nenni ekki að fara meira en dagsferðir, annað er bara peningasóun og svo skellir maður sér nú heldur ekkert á djammið ef maður er bara einn á ferð!
En hins vegar ef einhver þekkir einhvern í annaðhvort Belgíu eða Þýskalandi sem er nálægt landamærum Hollands og langar til þess að fá mig í heimsókn gegn vægu gjaldi (ég er ung og skemmtileg og get talað þýsku, hollensku, spænsku, dönsku, sænsku, íslensku, norsku, ensku, babl í frönsku og babl í rússnesku svo tungumál eru engin fyrirstaða) þá megið þið alveg láta mig vita...
fimmtudagur, október 05, 2006
Vad skall göra?
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, október 05, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli