Juu minn, ég nenni ekki að læra meira. Því gúglaði ég upp svona líka skemmtilegum bloggleik, sem er að vísu eldgamall, en ég hef aldrei tekið þátt í! Ekki veit ég hvernig á því stendur, en úr því verður sko bætt núna...
- 1. Aldrei í lífi mínu: ætla ég yfir 60 kílóin
- 2. Þegar ég var fimm ára: var stuð í leikskólanum!
- 3. Menntaskólaárin voru: Meinarðu framhaldsskólaárin? Tjah, þau voru þrjú og afskaplega bissí...
- 4. Ég hitti einu sinni: konu með dökkt yfirvaraskegg
- 5. Einu sinni þegar ég var á bar: Oh, má bara segja einu sinni? Hojhoj, ætti ég að segja frá því þegar ég fór einu sinni óvart á hollenskan bar en hrökklaðist samstundis aftur út því þar inni var snarsamkynhneigt rokkaralið með bjórvömb og í hlírabol? Eða ætti ég kannski að segja frá því þegar ég var í Danmörku og bað óvart um öl í staðinn fyrir kampavín og var ekki vinsælasta manneskjan á staðnum? Eða ætti ég að segja frá því þegar ég var í Svíþjóð og lenti í hálftíma biðröð á klósettið og afskaplega samkynhneigð og uppdópuð stelpa nánast reif mig úr pilsinu því hún reyndi óskaplega mikið við mig? Eða þegar ég var í Svíþjóð og fór með gaur á vitlausan bar, ætluðum sko á einn vinsælasta bar Gautaborgar en fórum óvart á barinn við hliðina á...? Eða þegar ég var í pínulitlum bæ í Svíþjóð og viðbjóðslega ógeðslega sveittur gaur nuddaði sér svo fáránlega mikið utan í mig að ég gaf honum óvart einn á kjammann...? Eða þegar ég á bar á Íslandi og græddi 7000 kall á að selja dimmiteringarbúninginn minn, mínus hausinn og spenana?
- 6. Síðastliðna nótt svaf ég: svo rosalega vel að ég vildi óska þess að ég væri ennþá sofandi! Sofnaði sko í náttfötum og var svo hlýtt í 18 gráðu kalda herberginu mínu að ég ætlaði aldrei að koma mér frammúr.
- 7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður þegar Friðrik litli bróðir fermist. (Hann er 7 ára...).
- 8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: Sögubókina mín, fartölvuna hans Egils, bakpokann hennar Rakelar, tvö kerti sem er kveikt á og risastóran glugga.
- 9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: stofurennihurðina sem er með risastórum gluggum og bjarmann frá sjónvarpinu.
- 10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: Uhh, svona 9 til 10 mánuðir?
- 11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare: væri ég ábyggilega Ríkharður þriðji... ojoj :S
- 12. Um þetta leyti á næsta ári: Verð ég í Danmörku í góðra vina hópi
- 13. Betra nafn fyrir mig væri: Fröken kærulaus eða fröken leti.
- 14. Ég á erfitt með að skilja: af hverju fólk hugsar ekki nákvæmlega eins og ég...
- 15. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég held allskonar ræður yfir þér um lánasöfnun ungs fólks, áhrif óholls mataræðis og hversu nauðsynlegt það er að velja sína eigin braut í lífinu.
- 16. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég myndi vinna verðlaun væri: Tjah, takk mamma og pabbi fyrir að ala mig svona vel upp :)
- 17. Farðu eftir ráðum mínum: flyttu til útlanda, það er svo gaman :D
- 18. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Súrmjólk og seríos, nýristað brauð með osti og svo kornfleks... helst allt í einu! Ég borða eins og hestur á morgnana, enda uppáhaldstími dagsins!
- 19. Why won't someone: give me plenty of money!
- 20. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: tjah, brúðkaup? Úffpúff, mér leiðast veislur svo ógeðslega mikið að ef ég gifti mig einhvern tímann verður það skyndiákvörðun og skundað beint á sýsló, svo ég hefði nú ekki mikinn tíma til að skipta um skoðun sko :)
- 21. Heimurinn mætti alveg vera án: fitu
- 22. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: steypa mér í skuldir
- 23. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: hvítir eyrnapinnar. Ég nota ekki hvíta eyrnapinna, mér finnst miklu flottara ef þeir eru í allskonar litum :) Núna á ég einmitt gommu af fjólubláum...
- 24. Ef ég geri e-ð vel, er það: að vera kærulaus alveg fram á síðustu stundu
- 25. Og að lokum: óheppin þið að vera ekki ég :D
Já, þetta var nú aldeilis gaman! Vona að þið hafið haft gagn og gaman af...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli