laugardagur, október 07, 2006

Er ég norðlensk eller hur?

Og svei, ég sem hélt að það væru engar mállýskur á Íslandi. En það er greinilega einn stór misskilningur! Eftirfarandi samtal átti sér stað áðan á milli mín og annars stráksins sem ég er að passa. Athugið að samskonar samtal fer fram að meðaltali fjórum sinnum á dag á milli mín og strákanna.

Aron: Á hvaða síðu ertu?
Anna (ekki alveg að hlusta): Haaa...
Aron: En Anna, á hvað síðu ertu?
Anna: Ha, ég? Uh, ég er á síðu hjá steLpum sem ég þekki...
Aron: En af hverju segirðu alltaf steLpum?
Anna: Af því að ég lærði að tala svoleiðis.
Aron: Jáá... Og þú segir líka alltaf mjóLk og skiNga!
Anna: Nei, skiNKa.
Aron: Já, skiNKa.
Anna: Já.
Aron: Af hverju?
Anna: Því ég lærði að tala svoleiðis. Ég segi líka úLpa..
Aron: ÚLpa? Hvað þýðir úLpa?
Anna: Það er svona úhlba.
Aron: Jáá...
Anna: Og svo segi ég líka báNki. (banki)
Aron: BáNki? Hvað er það eiginlega?
Anna: Það er það sama og báhngi.
Aron: Jáá... og svo segirðu líka pylsa í staðinn fyrir pulsa.
Anna: Já.
Aron: En ekki ég. Ég segi pulsa í staðinn fyrir pylsa.

Já, þetta er bara svona smá tóndæmi :) Þetta vekur sem sagt mikla athygli hér á bæ, og hafa strákarnir tekið upp á því að segja alltaf mjóLk þegar þeir biðja um mjóhlg, svona svo ég skilji þá alveg örugglega... Æh, þessi börn :)

Engin ummæli: