föstudagur, október 27, 2006

Á gellunni?

Juu, ég var næstum búin að gleyma því að ég ætti blogg!

Já, annars er fátt að frétta, eins og svo oft áður. Fátt hef ég afrekað síðustu daga, en eitthvað þó.

T.d. er matvöruverslunin á horninu að fara að hætta og voru því allar vörur búðarinnar á heilmiklum afslætti núna í vikunni. Og hvað gerði ég? Jú, ég fór að keypti mér ýmsan bráðnauðsynlegan óþarfa! Til bráðnauðsynlegs óþarfa telst m.a. Andrélon hárlotion sem maður setur í blautt hár og er til þess gert að binda lit betur en ella, extreme hárgel úr Fructis-línunni og sléttulotion frá L'oréal Paris sem maður setur í blautt hár, blæs svo hárið og sléttar og whola, slétt hár! Svo nú gengur ekki lengur að vera bara með slegið og venjulegt hár, ó nei!

Já, allt er þetta liður í gellu-processnum svokallaða, en ég hef einsett mér að gerast gella, sama hvað það kostar. Eða, reyndar skiptir alveg heilmiklu hvað það kostar, en það er ýmislegt hægt að finna á góðu verði ef maður leggur á sig nokkurra klukkustunda leit.

Já, ég hef komist að þeirri niðurstöðu eftir fimm mánaða dvöl í útlöndum, að það gengur ekki lengur að vera ekki-gella. Ég skellti mér t.d. í bæinn í gærkvöldi (það er allt opið til klukkan 21 á fimmtudögum), og ég átti nú eitthvað lítið af hreinum og hlýjum gellufötum, svo ég skellti mér í Nike-buxur sem eru rifnar á rassinum, eldrauða íþróttapeysu og ljósbláa íþróttaskó. Jah, ég er ekki frá því að ég hafi skorið mig örlítið úr hópnum, en á fimmtudagskvöldum dressar fólk sig greinilega extra vel upp og mætir í djammgallanum í verslunarleiðangur með vinkonunum og Heinaken-bjór í hönd. En ég lét þetta nú ekkert á mig fá, heldur strunsaði beinustu leið inn í helstu gellubúðirnar og skoðaði þar ýmisskonar gelluvarning. Endaði svo á því að kaupa mér þvílíkan gellubol að annað eins hefur ekki sést í fataskápnum mínum, hvorki fyrr né síðar! Ætla svo í bæinn á eftir að kaupa mér leggings og einhverja óþægilega gelluskó til að fullkomna dressið... hver veit nema að ég leggi svo einhverndaginn í það að KAUPA MÍNU FYRSTU GALLABUXUR Á ÆVINNI? En það er náttúrulega stórt skref sem þarf að íhuga vel og vandlega, það er óþarfi að ana að einhverju... Róm var nú ekki byggð á einum degi, eller hur?

Ég skelli svo sennilega inn nokkrum myndum í kvöld, þó ekki af mér því ég er með skítugt hár (mjög svo ógellulegt, ég veit) heldur verða þetta myndir af trjám og fleiru spennandi.

Ástarkveðjur úr hitanum og sólinni í Hollandi, Anna van Bosch

Engin ummæli: