fimmtudagur, október 12, 2006

Nýr sími eller hur?

Fyrir tveimur dögum síðan fékk ég mjög dularfullt sms úr símanúmerinu 4747. Í smsinu stóð ekkert annað en "Gunilla". Humm. Ég fór að sjálfsögðu að fikta og ýtti óvart einhversstaðar á "save" og vúps, núna stendur Gunilla á skjánum hjá mér í staðinn fyrir Vodafone!!!

Ég veit ekki hver stendur fyrir þessu ódæði, og ég hef svo sem engan sérstakan hug á að taka upp nafnið Gunilla. Svo ég tali nú ekki um ókosti þess að það standi Gunilla á skjánum! Sko, sjáið þið þetta hösl ekki fyrir ykkur?

Plan:
Anna missir símann sinn í gólfið. (Það er allt í lagi, hann dettur ekkert í sundur, það er margreynt...). Alveg mellódökkur og fallegur hollenskur gaur með hár niður að eyrum og brún augu (nei, ég er alls ekki að hugsa um gaurinn í afgreiðslunni í ræktinni, huhuhummm) kemur mér til bjargar og tekur símann upp úr gólfinu fyrir mig.

Og hvað gerist?

Gaur: Alstublieft, Gunilla? Gjörðu svo vel, Gunilla?
Anna: Dank u wel! Maar ik bin geen Gunilla, ik bin Anna... Kærar þakkir! En ég er engin Gunilla, ég heiti Anna...
Gaur: Nee, hier er staat Gunilla... Nei, hérna stendur Gunilla...
Anna: Ja, maar ik bin Anna... Já, en ég heiti Anna...
Gaur: Blablablablabla?
Anna: Sorri, maar ik praat geen Dutch... Sorrí, en ég tala ekki hollensku...

Og svo myndi ég fara grenjandi heim yfir versta klúðri ever.

Svo þið hljótið að skilja að það gengur engan veginn upp að það standi Gunilla á símanum mínum! Reyndar veit gaurinn í ræktinni ósköp vel að ég heiti Anna og er frá Íslandi og hann talar þar af leiðandi alltaf ensku við mig þegar hann stendur úti að reykja og ég kem arkandi til að fara í ræktina, en það má alltaf láta sig dreyma... Og þegar ég segi mellódökkur, þá meina ég mellódökkur, sem sagt svona útlendingadökkur eins og margir Hollendingar eru. Og ég sem hélt að Hollendingar væru skjannahvítir eins og Skandinavíubúar! Vúps...

Hver sá sem veit hvernig í ósköpunum ég breyti nafninu á símanum mínum má hafa samband hið snarasta. Annars neyðist ég víst til þess að kaupa mér nýjan síma, alveg er ég miður mín! (Lesist með smááá dassi af kaldhæðni).

Engin ummæli: