miðvikudagur, október 11, 2006

Gott veður eller hur?

Í morgun dúðaði ég mig í tvöfaldar buxur og snjóbuxurnar hennar Elínar minnar og tvær þykkar peysur, enda 12 stiga hiti úti þegar ég fór út á leikvöll í morgun. Tjah, eftir hálftíma var kominn 18 stiga hiti og ég sat í blíðunni á hlírabolnum og fékk mér smá brúnku.

Já, það er sko greinilega ennþá alveg blússandi sumar hjá mér! Ég uppgötvaði mér nefnilega til mikillar skelfingar fyrir nokkrum mínútum síðan að mappan sem ég set öll fjarnámsverkefnin mín í heitir því skemmtilega nafni "sumarfjarnám 06". Humm, ég hef greinilega ekki alveg verið með fulle femm þegar ég skírði þessa möppu!

Annars er fátt að frétta, eða allavega fátt sem ég nenni að segja frá. En ég tilkynni það nú samt að þriðjudagar og miðvikudagar eru skemmtilegustu dagar vikunnar, en þá er nefnilega Fusiondance-tímar í ræktinni! Ég mætti galvösk í gær, tilbúin til þess að gera mig aftur að algjöru fífli, en gerði mig nú eiginlega ekki að neinu fífli, inte alls! Það var kenndur einhverskonar hip-hop dans, ekkert smá gaman. Samt er ég meira fyrir StreetDance, sem verður vonandi kenndur í kvöld.

Bestu kveðjur, Anna van Bosch

Engin ummæli: