Fyrir þá sem skilja ekki titilinn hjá mér, þá er þetta smá gullkorn frá strákunum sem ég er að passa. Já, ég sat sem sagt fyrir framan tölvuna í gærkvöldi og var í pictionary á netinu. Þarna sat ég og giskaði af miklum móð og guttarnir tveir (báðir fimm ára) horfðu á.
Anna: Hand... hand... handeitthvað... HANDABAND! Nei oh, uh, HANDTAK! Æi, Heiða, hvað er þetta eiginlega? Handa, handa, handa...
Annar strákurinn: Handatakaband!!!
Þess má geta að ég og aðrir nærstaddir sprungum úr hlátri og ekki varð meira úr ágiskunum að sinni. Og nei, orðið var ekki handatakaband, heldur að handsama...
En úffpúff, ég ætlaði að skella mér eldsnemma í rúmið í gærkvöldi, enda þreytt með eindæmum eftir aaafar viðburðarríka helgi. Var ég því mætt upp um hálftíuleytið og hugsaði mér gott til glóðarinnar, því það er nú ekkert verra að fá heilmikinn svefn! En fékk ég svefnfrið? Neih, datt ykkur það virkilega í hug? Því að úti var þvílíkt þrumuveður að annað eins hef ég aldrei á ævi minni séð! Ég fór að sjálfsögðu út í glugga og horfði á eldingarnar, sem voru nú ekkert af minna taginu og komu með svona mínútumillibili... En ég nennti nú ekki að stara á þetta of lengi og skellti mér því undir hlýju sængina mína. Þarna lá ég í diskóljósum eldinganna (ég er að sjálfsögðu ekki búin að hengja upp gluggatjöldin sem hrundu í gólfið um daginn) og lét fara vel um mig. En allt í einu heyrði ég þvílíkan hávaða og hélt að nú væri komið haglél og stakk því höndinni út um gluggann, og sjá! Úti var þvílík ÖFGARIGNING að þetta var ekki einu sinni rigning lengur, þetta var bara ein stór vatnsgusa!!! Djísös kræst, ég rennblotnaði að sjálfsögðu (hárið á mér og allt saman) og skreið því blaut og pirruð aftur undir sæng... Góð saga!
Humm, kannski ég fari og lagi pínulítið til, annars gæti einhver tekið góðan feil á stofunni og Tsjernóbíl...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli