miðvikudagur, október 04, 2006

Rigning

Nei, ég skrifaði svo leiðinlega bloggfærslu að ég strokaði hana út. Síðan skrifaði ég aðra færslu um hversu öfgaleiðinleg fyrri færslan hefði verið, en ég strokaði hana líka út því hún var svo leiðinleg.

Æh, rosalega er ég andlaus í dag! Ég hugsa að rigningin eigi þar einhvern hlut að máli, og kannski einnig sú staðreynd að það voru bara 19 gráður í herberginu mínu þegar ég vaknaði í morgun. Eftir sumarið er ég nefnilega orðin ansi vön minnst 25 gráðum. Sé ég því fram á að þurfa að kaupa mér náttföt!!! Já, ég! Og ég sem hef sofið nakin í ég-veit-ekki-hve-mörg ár! Brrr.

Held að ég skreppi núna í bæinn í rigningarskrattanum, ég hef nefnilega augastað á ansi flottum og þykkum náttfötum...

Nei, þessi færsla var ykkur ekki til andlegrar uppörvunar. Ó mig auma...

Engin ummæli: