mánudagur, október 02, 2006

Varúð - tilangslaus færsla

Farin... og komin...

Úffpúff, þetta var erfitt! Ég mætti sem sagt galvösk í Tae-Bo tíma, tilbúin til að taka vel á þrátt fyrir súkkulaðikökuna sem ég borðaði rétt fyrir æfingu... Humm. En já. Þarna púlaði ég innan um hóp af svona 30 Hollendingum sem gátu ekki gert aptsjagí í höfuðhæð eins og ég (múhahaha, taekwondið kom sér vel þarna!) og svitnaði eins og svín. Og svei mér þá, þetta var bara eins og góð taekwondoþrekæfing, með öðrum orðum: Hörkupúl! Og tungumálaörðugleikarnir voru ekki jafnmiklir og ég bjóst við, allavega skyldi ég alveg að "hook" þýðir krókur og svona, og síðan hermdi ég bara eftir hinum... Var nú ekkert áberandi asnaleg að mínu mati! Sjáum svo til hvernig það fer í dansinum á morgun... ojoj.

Nei jesús minn, hvað er ég eiginlega að blogga þegar ég hef ekkert að segja? Mér væri nær að klára frönskuverkefnið sem ég á að skila á miðvikudaginn...

Nei annars, ég er farin að sofa. Hitt er svo annað mál að ég veit ekkert hvenær ég á að vakna, þannig að ég rís bara úr rekkju svona einhvern tímann...

Engin ummæli: