laugardagur, október 07, 2006

Fleiri myndir

Jæja, núna ætla ég að sýna ykkur nokkrar myndir úr herberginu mínu hérna í Hollandi og gefa ykkur um leið smá innsýn í hugarheim hollenskra arkitekta.

Myndin er tekin í gegnum svalardyrnar

Gluggaveggurinn minn og svalirnar - degi er greinilega tekið að halla. Venjulega er hægt að leggjast út í sólbað á slaginu 11 á morgnana og flatmaga þar þar til klukkan 17:30 í daginn... svona ef veður leyfir


Náttborðið mitt elskulega! Gaman að segja frá því, að ég set alltaf vekjaraklukkuna mína ofan í efstu skrifborðsskúffuna á kvöldin, til þess að vekja ekki alla í húsinu þegar hún hringir á morgnana...

Skrifborðið mitt. Reyndar á ég engan skrifborðsstól... hahaha. Já, það er ýmislegt sem vantar, enda leigir fólkið sem ég bý hjá húsnæðið bara í 5 mánuði því það (fólkið) er skiptinemar...

Að sjálfsögðu er sænski fáninn með í för

Hitamælirinn góði á gólfinu - sjónglöggir sjá að aðeins eru 14,3 gráður á mælinum... já, það er tekið að kólna ansi mikið í veðri!


Hluti af skónum mínum - skór í misjöfnu ástandi. Hvítu skórnir eru útskriftarskórnir mínir og notaðir þegar kíkt er í bæinn á kvöldin. Þeir voru keyptir í Bónusskóm á sínum tíma á 2000 kall eða svo, kjarakaup fyrir flotta skó! Sandalarnir eru Ecco-skór sem ég keypti í Svíþjóð á 750 sænskar krónur (7500 íslenskar), en hefðu kostað þónokkuð mikið meira heima á Íslandi. Glöggir sjá að þeir eru MIKIÐ NOTAÐIR (svona 10 klukkutíma á dag á hverjum einasta degi í allt sumar). Festingarnar sem festa böndin aftan á eru báðar brotnar, enda sparkaði ég í svona 14 hurðarstoppara á hverjum einasta vinnudegi í allt sumar... Nike-skórnir eru flunkunýjir, keyptir á 35 evrur eða rétt rúmlega 3000 íslenskar krónur (áttu að kosta 55 evrur). Þá nota ég í ræktinni og eru þeir með bestu skóm sem ég hef eignast á ævinni.


Nei, en fín teppi á gólfinu! En af hverju þarf eiginlega tvö teppi?


Jú, því að undir teppunum er nefnilega RISASTÓR gluggi!!! Reyndar er litað gler þarna einhversstaðar undir yfirglerinu svo það sést ekkert í gegn... vona ég... því það er nefnilega íbúð nágrannans sem er þarna undir glerinu! Haha. Fatta ekki alveg tilganginn með þessu. Annars væri nú gaman að geta starað inn til nágrannans, ég er nefnilega svo hnýsin! Djók.

Það er annar gluggi undir náttborðinu mínu, en undir honum er stigagangurinn á þriðju hæðinni í íbúðinni okkar. Þegar kveikt er ljós á ganginum ljómar allt upp í herberginu mínu... Ef einhver getur giskað á trúanlega skýringu þess að þessir gluggar séu í herberginu mínu má sá hinn sami kommenta hjá mér hið snarasta!

Þetta svarta er ekki djöfladýrkendabúningurinn minn, heldur gluggatjöldin sem duttu í gólfið um daginn...


Hárblásarinn sem áður var ljósið í lífi mínu hangir nú nær ónotaður á einum af tveimur nöglum í herberginu mínu. Ástæða? Jú, afskaplega þunnir veggir og ég tek enga sénsa á að vekja börnin á kvöldin...
Póstkort frá Norðurlöndunum þekja veggi herbergisins. Mikið óskaplega er lýsingin leiðinleg, tek sko ekki aftur myndir þegar degi er tekið að halla!

Og þarna er svo fataskápurinn minn, sem samanstendur af einni hillu undir súð og fjórum biluðum rennihurðum sem virka bara stundum. Því hef ég tekið á það ráð að geyma bara öll fötin mín á gólfinu (ég skellti þeim nú samt inn í skáp svona fyrir myndatökuna!)...

Þarna er gluggatjaldalausi glugginn minn

Og þarna er hurðin á herberginu mínu, sko innihurðin! Já, það eru GLUGGAR á öllum innihurðunum í íbúðinni, meira að segja á báðum klósettunum og alles... Og hver sá sem veit hugsanlega skýringu á þessu gluggaæði má, eins og áður segir, kommenta hið snarasta!

Og þarna er kærastinn minn í öllu sínu veldi, en gæinn þekur heilan vegg í herberginu mínu

Bakvið rúmið mitt - hvergi ryk og drasl! (Tjah, allavega ekki á þessum klukkutíma sem myndatakan fór fram!)

Og þarna er hitt hornið, blái IKEA-pokinn er þvottakarfan mín...

Venla titta! The cleaninglady keeps me company ;) HOUSEKEEPING!!!

Ljósið í herberginu mínu - lýsir ekkert smá vel þrátt fyrir smæð sína!


Og að lokum: þessi beddun (bädda=búa um) er í boði Gothia Towers.

Ástarkveðjur, Anna van Bosch

Engin ummæli: