Jæks! Þá er maður búinn að brjóta fyrsta hollenska hjartað... Jömundur minn hvað drengurinn var samt fallegur, en jah, algjört óþarfi að segjast vera ástfanginn af mér eftir 20 mínútur... Algjört turn-off verð ég nú að segja!
Jájá Anna, við skulum vera svolítið opinská á þessu bloggi hérna! *Hósthóst*. Að sjálfsögðu koma mín "ástarmál" ykkur nákvæmlega ekkert við, en af því að maður er nú í útlöndum er nú allt í lagi að segja frá svona skondnum atburðum!
En já, ég er sem sagt búin að finna POTTÞÉTTA aðferð til þess að vekja heilmikla athygli og fiska nokkur símanúmer í leiðinni! Lesið áfram...
Já, í dag var ég sko í algjöru uppáhaldi hjá strákunum mínum tveimur (tveir fimm ára guttar). Fjörið byrjaði um þrjú-leytið. Fyrst gúffuðum við í okkur gommu af keyptum kanelsnúðum. Síðan bjó ég til skutlur og lék kónginn í æsispennandi og hávaðasömum stríðsleik þar sem við svoleiðis stráfelldum óvinina hægri vinstri. Því næst kappklæddi ég barnaskarann í útiföt og við fórum út í almenningsgarðinn hér fyrir utan, sú yngsta (einsoghálfsárs) var að sjálfsögðu í kerrunni sinni. Núnú, þarna gengum við í hægðum okkar eins og gengur og gerist, og allt í einu datt mér í hug að vera alveg ferlega fyndin og hlaupa eins hratt og ég gæti niður smá brekku sem er þarna. Já, og ég öskraði örlítið í leiðinni, svona til að vera ennþá fyndnari. Þetta vakti þvílíka lukku, að ég ákvað að haga mér eins og algjör asni, svona einu sinni, til að gleðja blessuð börnin aðeins meira. Strákarnir fengu að keyra kerruna (þetta er svona kerruvagn með dekkjum sem fara út um allt og ekki beint auðvelt fyrir fimm ára börn að stýra slíku) og klessti kerran oftar en ekki á runna eða var næstum lent út í vatn... Og þarna hlupum við fót við fót, öskrandi og gargandi og gerðum allskonar Taekwondokúnstir, strákarnir keyrandi kerruna og ég tók fimleg R&B dansspor á milli valhoppa. Fljótt fór okkur að hitna í hamsi, og enduðum við bara á bolunum að stikna úr hita. En já. Garðurinn var fullur af fólki, og þarna hlupum við argandi og gargandi og baðandi út öllum útlimum, og gangandi vegfarendum fannst það alveg ægilega fyndið. Og svo stoppuðu þrír strákar okkur, hojhoj!
Já, eftir að hafa spjallað við þá um stund spurði einn þeirra, örlítið myndarlegur svona, mig um símanúmerið mitt. Obbobb! Og ég kann ekki símanúmerið mitt og gemsinn minn var fjarri góðu gamni og enginn penni var á staðnum, svo þá voru góð ráð dýr! Þá tóku strákarnir upp á því að spyrja alla sem gengu framhjá hvort þeir væri með penna, og einn hjólaði meira að segja alveg lengst í burtu til að spyrja eitthvert fólk sem sat í makindum sínum á bekk hvort það væri nokkuð með penna á sér... En nei, nútímafólk gengur ekki með penna í vasanum, svo gæinn reddaði þessu með því að skrifa með steini á pappírsmiða. Þegar heim var komið sendi ég honum svo sms með númerinu mínu.
(Innskot: Bara til að segja ykkur hvursu frábærlega skemmtileg barnapía ég var í dag, þá héldum við "partíinu" (strákunum fannst þetta sko algjört partí!) áfram þegar heim var komið og skelltum okkur í SingStar þar sem ég öskraði mig hása þegar ég söng "Skeiter boj" af mikilli innlifun, sjö sinnum í röð).
En já, svo hringdi gæinn og ég fór og hitti hann. Fínasti gaur maður! En eins og áður segir, þá er það örlítið too much að fá ástarjátninguna eftir 20 mínútur, auk þess sem ég fékk að heyra svona 23 sinnum að ég væri "so beautiful", á 10 mínútum!!! Ég sagði kauða að þetta gengi nú ekki lengur, ef ég fengi að heyra það einu sinni enn að ég væri bjútífúl (sem ég nú reyndar er, haha, en öllu má nú ofgera!), þá myndi ég grínlaust brjóta á honum nefið!!! Bjó svo til heillanga sögu um að ég ætti nú kærasta heima og svona, sem sæti og biði eftir mér svo ég gæti nú ekki farið að dandalast með einhverjum hollenskum... Og svo sagðist ég þurfa að gera söguverkefni (sem var nú reyndar alveg satt) og þyrfti að drífa mig heim... Æi greyið. Það fór næstum því með hann, þvílík sorg í gangi, en hann fékk þó leyfi til þess að hringja í mig á laugardagskvöldið. Já, ég er alltaf til í smá djamm sko! Vond eða hvað? Held ég hefði nú átt að frelsast þarna á laugardagskvöldið, hehe, þá hefði nú kannski allavega sleppt því að ljúga svona mikið, því það er náttúrulega ein af mestu syndunum...
Nei, uss, maður á ekki að segja frá svona "ástarsögum" á blogginu sínu. Þið lásuð þetta aldrei!
Ástarkveðjur, Anna the Heartbreaker
mánudagur, október 30, 2006
Fruss!
...sagði
Anna Bj.
-
mánudagur, október 30, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli