Iss, ég ætlaði að standa við stóru orðin og skella inn nokkrum myndum, en þá er bloggerinn á hinni örgustu gelgju og neitar með öllu að sýna ykkur þessa unaðsfögru myndir. En það þýðir nú lítið að gráta Björn bónda, svo ég skrifa bara örstutta færslu í staðinn.
Það er samt ekkert nýtt að frétta síðan í morgun. Tjah, fyrir utan að ég fór í þriggja tíma verslunarleiðangur og afrekaði það stórvirki að festa kaup á leggings. Aðrar flíkur skoðaði ég einnig af miklum móð, og verður gert framhald af þeirri skoðun núna strax í fyrramálið.
Já, og svo var engin klósettdama á McDonalds svo ég slapp við að borga 25 cent þegar ég skaust þangað inn til þess að pissa. Alltaf er maður að græða!
Nei, það væri öllum fyrir bestu að ég hætti þessu blaðri og einbeitti mér þess í stað að æsispennandi söguverkefni. Adiós!
föstudagur, október 27, 2006
Sveiattan
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, október 27, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli