Það er svo gaman að vera ég! Vá, ég hreinlega kemst ekki yfir það.
Seinniparti dagsins eyddi ég með snarklikkuðum Hollendingum. Sumir þeirra töluðu meðal annars mjög slæma ensku (þrátt fyrir yfirlýsingar mínar í seinustu færslu, og já, þeir eru allir á mínum aldri), og þá varð ég að gjöra svo vel og nota alla mína frábæru hollenskukunnáttu, sem takmarkast að miklu leyti við "Þetta er stórt hús" og "Takk fyrir". Hoho, en ég brilleraði allavega í því að segja fólki hvað klukkan var, það kann ég upp á mína tíu fingur!
Dagurinn endaði síðan á pitsustaðnum "Ali Baba" þar sem allir fengu sér kebab - nema ég. Ég fékk mér cheeseburger, sem ég fékk framreiddan í pítubrauði... Örlítið spes, en himneskt engu að síður. Reyndar fengu sumir ekki fylli sína af einu skitnu kebabi, og var þá haldið á staðinn "Kebab" þar sem að meira kebab var keypt... Ég skil ekki þetta kebab-æði í öllum löndum.
Já, svo á ég alveg eftir að segja ykkur frá afrekum gærkvöldsins! Þau voru nú reyndar ekki mörg, en eitthvað þó...
- Ég hitti símatvíburann minn!!! (Mamma, ekki síamstvíbura heldur símatvíbura... Já, bara að rétt að taka það fram þar sem ég er ekki enn búin að gleyma vídjókaramellunni góðu!). Já, ég sat sem sagt í rólegheitunum í eldhúsinu á stúdentagörðunum, og allt í einu byrjaði síminn minn að væla eitthvað. Ég fálma eitthvað ofan í tösku og stoppa pípið, og þá rekur Hollendingurinn Jesse upp skaðræðisöskur og gargar "YOU HAVE THE SAME PHONE AS I DO!!!". Já, sko kallinn, Samsung-símarnir alveg að brillera greinilega! Hins vegar eru akkúrat 6 mánuðir síðan ég gaf út yfirlýsingar þess efnis að mitt fyrsta verk þegar ég færi til útlanda væri að kaupa mér nýjan síma... En hef ég nennt að kaupa mér nýjan síma á þessum 6 mánuðum? Nóbb!
- Ég fékk óþarflega miklar upplýsingar frá sumum um háreyðingarmeðferðir á baki...
- Einn á franska kærustu sem heitir BLONDINE!!! Kannski er það skrifað öðruvísi, en það er allavega borið fram sem Blondín!!! Jahérnahér, grey stelpan.
- Ég var að sjálfsögðu kappklædd þegar ég hjólaði frá stúdentagörðunum að háskólabarnum "Tricka Bella". Einn gaurinn starði á Nike-húfuna mína.
Gaur: You are from Iceland, right?
Anna: Yah?
Gaur: And you are wearing a hat?
Anna: Yah!
Gaur: But you are from Iceland?
Anna: Yah, that's why! - Nafnið mitt er í leikjamaskínunni á Tricka Bella! Yes maður! Já, einn myndarpiltur lagði það á sig að eyða alveg heilmörgum evrum í það að reyna að vinna einhvern fótboltaspurningaleik svo ég gæti fengið nafnið mitt í High-Score (það var ekki mín hugmynd samt!), en það tókst ekki alveg. En ég reddaði þessu glæsilega með því að vinna einhvern kapal sem ég hef bara aldrei á ævinni heyrt eða séð, og komst í fyrsta sæti á high-score listanum! Íha!
- Huhuhumm, ég vakti vægasta sagt OF MIKLA ATHYGLI þegar ég fór í sleik við Lieku! Jahérnahér. En ég var nú samt bara alls ekkert að kyssa hana, heldur var ég að kenna henni "þumalputtabrellukossinn", sem virkar þannig að þátttakendurnir tveir krækja höndunum saman á sérstakan hátt og sjúga síðan allan þumalputtann á sér, þannig að það lítur út fyrir að þeir séu að kyssast mjög innilegum og djúpum kossi. Æ-æ. En gæjunum fannst þetta nú hreinlega ekki leiðinlegt, því þeir vissu ekki að þetta væri plat, vúps!
En jæja, best að rimpa síðustu frönskuverkefnunum af, au revoir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli