Kannski ég vekji athygli á því, að ég er um það bil að fara að gera ýmsar stórhættulegar breytingar á þessari bloggsíðu, þannig að ef þið kíkið á hana akkúrat núna, ekki hafa neinar áhyggjur þótt líti hún eilítið undarlega út. Þetta er allt í vinnslu. Nema náttúrulega að mér takist að klúðra þessu algjörlega og bloggsíðan hreinilega hverfi með öllu, það væri nú synd og skömm og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slíkar náttúruhamfarir.
föstudagur, nóvember 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli