sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunnudagseftirmiðdagur

Jökk, það er alveg grenjandi rigning úti! Já, ég er fegin að vera ekki úti að skokka núna! Reyndar er svo dimmt úti að mér dytti í raun aldrei í hug að fara út að skokka eftir klukkan sex... margt leynist nefnilega í myrkrinu, alls konar klíkur með skammbyssur og svona.

Annars gerði ég góðan túr í bæinn í gær þar sem ég splæsti í ýmsu flottu dóti (eða splæsti í ýmist flott dót?), m.a. tölvumús sem er þannig af guði gerð að þegar að kveikt er á tölvunni verður hún blá og lýsir svo miklu bláu ljósi að ég þarf ekki lengur að hafa kveikt á ljósi hérna í herberginu! Eða svona næstum því. Hún lýsir allavega mjög mikið.

Já, ég sagði í herberginu. Því að í gær fékk ég nefnilega netið upp í herbergi til mín! Við skulum gefa því stórt og mikið klapp, byrja núna!

Já takk fyrir það. Annars ætti ég nú kannski að fara og punta mig eitthvað, mig grunar nefnilega að von sé á einhverjum háskólagellum (nálægt mér í aldri) í heimsókn hingað í Geldersedam 42 á eftir í bjór og snakk, og kannski algjör óþarfi að líta út eins og útigangsmaður... En það orð lýsir einmitt útliti mínu þessa stundina mjög vel.

Hafið það gott! Ástarkveðjur, Anna van Bosch

Engin ummæli: