föstudagur, nóvember 17, 2006

Enn meira tölvumál

Nei oj bara! Eftir að hafa eytt ÖLLUM deginum fyrir framan tölvuna og leitað að því hvernig ég get sett gamla kommentakerfið mitt upp aftur (haloscan), þá hef ég komist að því að mér er greinilega ekki ætlað það hlutverk í lífinu að hafa almennilegt kommentakerfi, og verða örlög mín því að vera svo að ég verð að notast við hið ljóta og gráa kommentakerfi sem fylgir blogspot... Oj bara!

En ég er ekki enn hætt að leita leiða til að koma þessu í gagnið, sumir útlendingar hafa einhvern veginn náð að hakka sig í gegnum þetta, en þá er kerfið stöðugt að frjósa og alls konar vesen. Ég get ekkert gert á haloscan.com þar sem að það er villa í sjálfvirku uppsetningunni og ekki er hægt að setja sjálfur inn HTML kóða í template-ið hjá sér, því mikilvægir hlutar þess hurfu við uppsetningu Beta.

En ég reyni, þrátt fyrir þennan RISASTÓRA GALLA, að lifa í þeirri trú að google sé að reyna að gera góða hluti með þessum breytingum. Hins vegar komst ég ekki á þá skoðun fyrr en eftir að hafa sprett tvo hringi í kringum vatnið til þess að losa um heilmikinn pirring. Já, mér er eiginlega sama þótt kerfið hafi farið við þessar breytingar því kommentin er ennþá öll til inni á haloscan-aðganginum mínum, EN AÐ BLOGSPOT-KERFIÐ SKULI VERA GRÁTT ER BARA ÓGEÐ!!!

En hvað sem því nú öllu líður, þá þykir rétt að benda á tvennt nýtt sem fólk kann að koma fólki spánskt fyrir sjónir.

Fyrst ber að nefna listann með öllu gömlu færslunum mínum. Ég mæli með að fólk ýti alltaf á örvarnar en ekki mánuðina eða árin sjálf (sem sagt stafina), því ef þið ýtið á stafina birtast allar færslur mánaðarins eða ársins á síðunni. Nema náttúrulega að þið viljið lesa heilan mánuð, þá skuluð þið ýta á stafina, en annars notið þið örvarnar.

Annað atriði er að núna get ég flokkað færslurnar mínar niður í alls konar flokka, t.d. daglegt líf, ferðalög, djamm og svo videre. Mjög sniðugt að mínu mati, svona ef þið viljið bara lesa ferðasögurnar eða djammsögurnar og svona :)

En jæja, best að fara að vinna í því að flokka allar gömlu færslurnar (gæti tekið tímann sinn), en hver sá sem veit hvernig á að setja haloscan upp í beta, má hafa samband hið snarasta!

Engin ummæli: