Í gær náði ég að afreka ýmislegt. T.d. fór ég í bæinn í allsherjar jólagjafaleiðangur, og svei mér þá, ég er að verða búin að plana allar jólagjafirnar! Enda er þetta líka svo gaman því allar búðir bæjarins eru á einum stað í miðbænum, maður þarf ekkert að þvælast út um allan bæ í leit að hinu og þessu.
Síðan um kvöldið stóð ég við mína pligt og sýndi bróður hennar Heiðu sem er hérna í heimsókn helstu skemmtistaðina og svona. Planið var að kíkja bara út í smá stund, og fara aftur heim um svona tvöleytið eða eitthvað.
Fyrst fórum við inn á skemmtilega skemmtistaðinn, sem var svo gjörsamlega troðinn, að þegar fjórir þrítugir karlskarfar voru búnir að káfa á mér og ég ákvað að flýja, þá fann ég hvergi útganginn! Reyndar sá ég grænu "Exit" ljósin, en í hvert sinn sem ég nálgaðist þau, þá gekk ég á enn einn barinn og festist í mannmergðinni... En að lokum tókst þetta. Þá ákvað ég að tími væri til kominn að fara á Skíðabarinn, en það er ansi skemmtilegur staður þar sem bara yngra fólkið kemur saman (yngra fólkið, sem sagt á mínum aldri, engir þrítugir perrar). Það var nú skemmtilegt, maður minn! Já, fullt af skemmtilegum Hollendingum og svona! Og ég er ekki frá því að ég hafi grætt nokkur númer, hoho! Og síðan þarf ég endilega að kenna ykkur nokkur flott hollensk dansspor, jahérnahér. En ég kom allavega heim klukkan fjögur og vaknaði útsofin klukkan eitt, annað en bróðir hennar Heiðu sem þurfti að vakna klukkan níu og fara til Amsterdam, hahaha.
En nú held ég að rigning sé hætt í bili, svo ég er farin út að skokka. Úí! (sem sagt bæjó á hollensku, með áherslu á á ú-ið)
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Saturday night fever
...sagði
Anna Bj.
-
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli