Ég skil ekki hvernig útlendingar læra eiginlega á klukku.
Hjá mér: Klukkan korter yfir fjögur þýðir klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur.
Hjá Hollendingum: Klukkan korter yfir fjögur þýðir klukkan fjögur.
Hjá mér: Klukkan tólf á miðnætti þýðir klukkan rúmlega eitt.
Hjá Hollendingum: Klukkan tólf á miðnætti þýðir klukkan tíu mínútur í tólf.
Hjá mér: Klukkan níu að kvöldi til þýðir klukkan tæplega tíu.
Hjá Þjóðverjum: Klukkan níu að kvöldi til þýðir klukkan rúmlega átta.
Í kvöld er ég að fara á snargeggjað miðvikudagsdjamm á háskólabarnum þar sem finnskt/rússneskt þema mun ráða ríkjum. Þýsk stelpa ætlar að ná í mig. Á ég þá að vera tilbúin klukkan tæplega sjö? Á morgun ætla ég að hitta nokkra Hollendinga fyrir framan kirkjuna klukkan fjögur. Á ég þá að vera mætt á staðinn klukkan tíu mínútur í fjögur?
Þetta er ekkert auðvelt, gott fólk...
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Blahhh
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli