Ég held ég sé búin að missa hæfileikann til þess að hrista skemmtilegar færslur fram úr erminni. Já, kannski andinn sé loksins búinn að yfirgefa mig, eftir fjögur og hálft ár í bloggbransanum? Nei, ég neita að trúa slíkri vitleysu, ég hlýt að koma mér aftur í gírinn innan skamms.
Annars er nú fátt að frétta, fyrir utan það að mér er svo kalt á tánum að mér skapi næst að stökkva upp á fjórðu hæð og ná mér í ullarsokka! Jahérnahér.
Og hey, hvernig segir maður eiginlega "duglegur" á ensku? Iss, ég pældi einmitt heillengi í því um daginn þegar ég var úti í almenningsgarðinum með krakkana.
Ég var sem sagt úti að labba með allan skarann. Afskaplega myndarlegur ungur maður var búinn að hlaupa 5 sinnum framhjá mér, en samkvæmt mínum útreikningum var hann aðeins 7 og hálfa mínútu að hlaupa einn hring. Á sjöunda hring mannaði ég mig upp í að tala við kauða. Og þar sem að ég vissi ekki hvernig átti að segja orðið "duglegur", þá varð þetta heldur snubbótt.
Anna (gargandi): Hey, you really love jogging, huh?
Gaur (á hlaupum): Hehe, yeah!
Á næsta hring brosti hann ósköp sætt til mín og ég kiknaði í hnjánum.
Á níunda hring gerðist þetta:
Gaur (öskrandi): This is my last one!
Anna (gargandi): Hehe, allright!
Og svo fór ég heim.
Þegar heim var komið spurði ég heimilisfólkið hvernig maður segði eiginlega duglegur á ensku, svona svo ég gæti tekið þetta með trompi næst. Rakel svaraði að bragði: "Hey, good job!". Damn, ég fattaði ekki að segja það! Hvað segið þið, er hösl aldarinnar í uppsiglingu?
föstudagur, nóvember 10, 2006
Ó andi, hvar ertu?
...sagði
Anna Bj.
-
föstudagur, nóvember 10, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli