sunnudagur, nóvember 19, 2006

Svo ljúft og gott

Hafið þið uppgötvað frelsið sem fylgir því að vera í saumlausum brjóstahaldara? Ef ekki, þá held ég að þið ættuð að kynna ykkur það mál.

Annars er fátt að frétta. Ég fór á msn áðan og spjallaði við næstum því alla sem eru á contact listanum mínum (eða kannski er ég að ýkja smá, ég talaði allavega við svona átta...), og komst að því helsta sem búið er að gerast heima síðastliðnar vikur. Það er líka alltaf gott að vita að fólk er farið að sakna mín, og sumir svo óbærilega mikið að fólk er farið að panta knús, já jafnvel fleiri en eitt og jafnvel fleiri en tvö! Ég hugsa að besta leiðin til þess að skipuleggja þetta allt saman sé að láta pöntunarlista ganga, nú eða að taka "fyrstir koma, fyrstir fá" á þetta!

En annars læt ég þetta gott heita í kvöld, góða nótt og sofið rótt!

Engin ummæli: