föstudagur, nóvember 03, 2006

Lesandi októbermánaðar

Jæja fólk, þá er komið að því að tilkynna hver vann kommentakeppni októbermánaðarmánaðar! Keppnin var æsispennandi eins og alltaf og tvísýnt um tíma hver hlyti titilinn... En talningu er lokið og fóru leikar svo:


1. sæti
Það þarf ekki ekki að spyrja að því, hún Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings kom, sá og sigraði, aftur! Hún svoleiðis hristir kommentin úr erminni á sér og uppsker eins og hún sáir!!! :D
2. sæti

Hún Elín Ósk Magnúsdóttir stóð sig líka eins og hetja, og var aðeins 9 kommentum á eftir fyrsta sæti, og þar sem kommentafjöldinn er orðinn svo mikill, þá verður að segjast að það er svo gott sem enginn munur!

3. sæti

Litli brósi, öðru nafni Kristinn Björn Haraldsson, kommentaði líka af miklum móð og var aðeins 3 kommentum á eftir öðru sæti. Á myndinni gefur á að líta Kristin, mig og pabba þar sem við sátum og biðum eftir að mamma væri búin í klósettröðinni á McDonalds í Kaupmannahöfn. Friðrik, hinn litli bróðir minn, tók myndina.

Þannig fór það! Þakka ég einnig öllum öðrum fyrir góða þátttöku! Og kannski ég segi frá því, að í lok ársins mun ég telja saman ÖLL kommentin, og sá sem á flest kommentin samanlagt þá mun eiga von á stórglæsilegum hollenskum glaðningi, svo það er til mikils að vinna!

Engin ummæli: