miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Garg!

Jahérnahér, þá er ég búin að skipta um útgáfu, og bið ég fólk um að panikka ekki mikið þótt það sé allt í klessu í tenglunum, sem og ýmsu öðru, ég mun vinna að því að laga þetta þegar ég hef tíma...

Og þótt mér sé alveg meinilla við að þurfa að skipta svona um útgáfu, þá verð ég þó að viðurkenna að þetta er dulítið sniðugt, t.d. getur maður birt færslur sem aðeins útvaldir fá að sjá og svona... Heh, ekki það að ég muni nota það mikið, hef ekki þurft á því að halda hingað til allavega!

En ég verð eiginlega að þjóta núna, er að fara í bæinn í bjórþamb á bar þar sem haldið er hamstrakapphlaup á happyhour, og happy hour er eiginlega hverja einustu klukkustund... Oj bara! Ómannúðlegt alveg hreint :S

Og ég bið alla þá sem ég hef ekki hitt á msn alveg HEILLENGI (t.d. Hrafnhildi) afsökunar, ég er bara svo ferlega bissí alltaf hreint að það gefst lítill tími til að kíkja á msn, en ég skal reyna að taka mig á þessum málum!

Jæja, yfir og út, og reynið að panikka ekki yfir allri þessari klessu hér til hliðar...

Engin ummæli: