Í gær var mikill dýrðardagur, því þá fékk ég tölvuna mína til baka!!! Ég sat að sjálfsögðu um Steven besta nágranna þegar hann kom heim úr vinnunni og spurði hvort hann nennti nokkuð að skutla mér, annars væri ég eflaust ennþá að hjóla... Já, það er gott að eiga góða granna! Hann skutlaði mér líka í síðustu viku þegar ég fór með tölvuna mína í viðgerð, þá reyndar bað ég hann ekki um það heldur heimtaði hann það þegar hann sá að ég ætlaði að hjóla með tölvuna mína á bakinu alla leið út í Rosmalen, sem er tæknilega séð allt annar bær... En já, svo ég segi ykkur aðeins frá honum Steven, þá er hann 28 ára og kemur oft oft í heimsókn í póker og svona, og býðst svo til þess að lána okkur dýnur og bíla og jafnvel íbúðina sína ef þannig liggur við... Hann er sko algjör draumanágranni!
En að allt öðru. Í dag ætla ég að gera ansi margt. T.d. ætla ég að rumpa af spænskuritgerðinni sem ég átti að skila í gær, söguritgerðinni sem ég átti að skila síðasta föstudag og nokkrum frönskuverkefnum sem ég ætlaði að skila í síðustu viku. Auk þess er planið að fara út að skokka, fara í sturtu, fara í bæinn og hitta fólk, fara í FusionDance og horfa á Gilmore girls. Já, alltaf nóg að gera!
Annars hef ég fátt að segja. Jú, í dag breyttist ég í tveggja barna móðir þegar eitt barnið fór heim til Íslands, ég er ekki frá því að örfá tár hafi fallið af hvörmum mínum... Ég er náttúrulega búin að passa strákinn í þrjá mánuði, og síðan fattaði ég líka að þetta Hollands-ævintýri er alveg að verða búið! Bara 16 dagar í Ísland, og svo bara búið! Reyndar tekur annað og spennandi ævintýri við eftir jól, svo ég ætla ekki að skæla allt of mikið.
Nei, best að klára spænskudraslið. Bæjó!
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Jess!
...sagði
Anna Bj.
-
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli