miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Myndir!

Jæja, kannski ég skelli inn nokkrum myndum sem ég tók í fyrradag... Eins og svo oft áður takmarkast myndefnið ansi mikið við tré og gróður...

Ég veit nú ekki alveg hvaða ber þetta eru, en má þó til með að láta einn brandara fylgja með: Hefur þú séð sól berja sultu? Hahaha, miðvikudagshúmor í boði Önnu! Ég verð þó að segja að mér finnst eitthvað jólalegt við þessa mynd...

Já, týpískt hollenskt sætt hús

Það er rosalega mikill gróður utan á húsunum hérna

Sum trén hérna eru fjólublá... Sést reyndar illa á þessari mynd

Sum trén eru orðin ansi sköllótt greyin

Þið eruð kannski með snjó - en við erum með laufblöð! Ég lendi oft í því að kafa laufblaðaskaflana upp að hjám!

Tré

Og annað tré

Jahérnahér hvað þetta er skemmtilegt myndefni!

Garðarnir við húsin eru yfirleitt pínulitlir, en maður minn hvað þeir eru flottir!

Fullt af berum

Ekkert smá flottur garður

Svo flott

Það sem fólk nennir að dunda sér við!


Sum trén eru græn... sko stofninn sjálfur, ekki bara laufblöðin!

Ég tek mig nú ansi vel út með barnaskarann

Já, hér á bæ ætlum við að reyna að vinna matarkörfu upp á 100 evrur með því að setja eitthvað blað frá einhverri búð út í glugga. Þar sem að ekki er alveg augljóst hvaða húsnúmer á hvaða glugga, þá var ég sett í að skrifa 42 á blað, til að það fari ekki á milli mála að við búum í Geldersedam 42. Ég kreisti úr mér alla þá listrænu hæfileika sem ég hef upp á bjóða, og er þetta afraksturinn... Reyndar hafa sumir gagnrýnt að þessir tveir séu eins og fimm á hvolfi, en ég hlusta ekki á svoleiðis bull...

Hér er svo glugginn í allri sinni dýrð

Hafið það gott! Kveðja, Anna van Bosch

Engin ummæli: