Jæja, ég hef nokkrar myndir handa ykkur! Sumt er tjah, tjah, tekið fyrir svona mánuði síðan, annað fyrir hálfum mánuði síðan, eitthvað fyrir viku síðan og nokkrar í gær...

Ristastóra kirkjan í miðbænum, hún er víst frekar fræg fyrir frábæran arkitektúr...
Þessi mynd er af sömu kirkjunni
Og önnur
Það var spilaður póker hér í Geldersedam 42 fyrir tveimur vikum síðan. Ég var nú frekar stolt þegar ég hafði eignast svona peningasummu, enda hafði ég aldrei eignast svona mikla peninga í póker áður...
Ogt svo eignaðist ég fleiri peninga
Þarna vissi ég varla aura minna tal
Maður minn sko!
Það tók því ekki lengur að raða peningunum
Og þarna var ég búin að vinna spilið!!!
Örlítið sjúskuð klukkan fjögur að nóttu til eftir 6 KLUKKUSTUNDA spilamennsku...
Núna koma nokkrar myndir sem ég tók í garðinum fyrir akkúrat viku síðan
Græn og falleg tré, farin að fá smá haustblæ á sig
Morgunsólin var ekkert smá falleg
Garðurinn er fallegur að degi til, en á kvöldin er hann stórhættulegur því þar halda dópistar og aðrar klíkur til og sumar eru meira að segja með skammbyssur...
Það er svo fallegt í Hollandi
Og enn fleiri tré
Skuggarnir eru langir í morgunsólinni
Ég á leiðinni í bæinn í gærkvöldi
Það er kominn jólavarningur í sumar búðirnar
Já, þannig er nú það! Vona að þið hafið notið vel, það er alltaf gaman að sjá myndir frá útlöndum... :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli