þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Hæ hó jibbí jei og jibbí jei

Það eru 30 dagar þar til ég sný aftur úr rúmlega 6 mánaða útlegð. Og sjá, mér berast fagnaðaróp!

Þið skuluð þó ekki halda að ég ætli að stoppa eitthvað lengi heima á Íslandi, nei ó nei, þið eruð nú ekki svo heppin. Stoppa kannski í svona tæpan mánuð.

Annars er það nú helst að frétta, að þessi blogger minn (maður fer inn á blogger.com til þess að blogga á blogspot) vill endilega að ég skipti yfir í einhverja nýrri útgáfu. Fyrst var þetta voða laumuleg auglýsing svona til hliðar við stjórnborðið mitt, en nú er svo komið að tilkynning um þetta mál þekur næstum allan skjáinn þegar á skrái mig inn! Þetta hljómar þó alveg stórhættulega þar sem maður þarf að búa einhverja google-aðganga og eitthvað drasl, og ef maður skiptir um útgáfu er ekki hægt að skipta aftur yfir í gömlu útgáfuna... En jömundur minn, ætli ég verði ekki að láta undan þrýstingi bloggsvæðisins og skipta, en ekki láta ykkur þá bregða mikið ef mér tekst að klúðra þessu algjörlega og bloggið mitt hreinlega hverfi eða neiti að virka eftir þær aðgerðir.

En ég nenni ekki að pæla í þessu núna, þarf að skella mér í danstíma!

Engin ummæli: