Kommentakerfið er komið í lag! Já, ég setti mig bara í samband við einhverja gúrúa úti í heimi, og sjá, þið getið aftur farið að tjá ykkur í bleiku kommentakerfi :)
Annars er nú stíft prógramm hjá mér í dag! Ætlunin er að fara að drattast á fætur (klukkan er tíu, og ég vaknaði klukkan hálf átta til þess að pæla í þessu kommentakerfi), taka tvo hringi í garðinum og skella sér svo á útsölur, en það eru víst einhverjar útsölur í gangi í bænum þessa dagana. Síðan ætla ég heim aftur og fara aftur út að skokka, sturta mig og læra, og síðan heyrist mér að sumir heimilismeðlimir séu búnir að ákveða að ég sé að fara út í kvöld og sýna gestum hina hollensku skemmtistaði...
En úff, ég spilaði póker í gær, og ég tapaði!!! Og það var meira að segja alls ekki mér að kenna, mótspilendur mínir skildu ekkert í því hvernig mér tókst að tapa þar sem að ég var að leggja alveg hárrétt undir, en mín skýring á málinu er sú að spilin sem komu upp í gær voru hreint út sagt glötuð. Ég fékk yfirleitt lág spil á hönd, og spilin sem komu upp í borðið voru bara rugl. En við sjáum til, kannski verður gripið í spil aftur í kvöld, og þá ætla ég sko að mala þetta!
En ég verð að þjóta, svona áður en ég dett í sundur úr hungri!
laugardagur, nóvember 18, 2006
Jess!
...sagði
Anna Bj.
-
laugardagur, nóvember 18, 2006
Flokkur: Holland
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli