fimmtudagur, júlí 06, 2006

Too warm, too warm...

Jájá. Hitinn er nú í kringum 30 stig á daginn... Ekki amalegt það! En öllu má nú samt ofgera... Og hvar er eiginlega kalda hafgolan sem er alltaf heima á Íslandi? Þið megið allavega senda hana hingað til mín ;)

Ég dýfði táslunum í sjóinn í dag

Nú er ég orðin svo brún að það styttist í að ég verði útfjólublá.


Saltholmen, þarna velur maður sér stað og liggur í sólbaði

Já, sólbaðið í dag var hið fínasta. Reyndar eru sumir líkamspartar óþarflega grillaðir núna, en það jafnar sig á nokkrum dögum og verður að hinni fínustu brúnku :)

Bjútí bjútí

Slottskógurinn var líka fínn. Við Núrjobbarar grilluðum pylsur og skelltum okkur í smá hafnarbolta. Frá því er skemmst að segja að ég, grínlaust, BRILLERAÐI í hafnarboltanum og sló ekki eitt einasta vindhögg! Öss, ekkert smá flott á því!

Grillað í Slottskogen

Hvað fleira? Hmm, jújú, vinna á morgun. Eftir vinnu ætla ég heim og glápa á imbakassann, því ég ætla að leyfa húðinni að taka smá pásu frá sólinni. Eða kannski ég kíki á bókasafnið og taki fleiri Evu&Adams bækur að láni? Hmm já, ég held ég geri það bara!

Núrjobbarar

Magnaðar pósur alltaf hreint!

En jæja, best að fara að koma sér í rúmið! Held samt að ég sé ekkert að fara að sofa, það er alltof heitt hér til slíkra athafna... Adiós, Anna hin útfjólubláa

Engin ummæli: