Er ekki kominn tími á smá bloggfærslu? Jú, svei mér þá!
Delsjön árla morguns
Það var skýjað þennan fallega dag
Venla mundar árina
Alles klar :)
Sumir sigldu beint í fenið... Hahaha
Veðrið var alveg hreint út sagt æðislegt!
Núrjobbarar á siglingu
Ég tók að sjálfsögðu sundsprett í vatninu sem var alls ekki svo kalt
Nordjobbarar
Svo var öndunum gefið
Svag is! Ótraust svell! Ó hjálpi mér allir heilagir ;) Takið eftir myndinni á skiltinu, þetta er hönd sem veifar upp í gegnum brotið svell...
Einn reddaði sér mótorkanó... og mótorinn var mennskur...
Svo eins og sjá má, þá var kanóferðin hin fínasta. Við köstuðum meðal annars konum (íslenska, m.ö.o. fleyttum kerlingar), og við köstuðum samlokum (sænska, m.ö.o. fleyttum kerlingar) og við köstuðum brauði (finnska, m.ö.o. fleyttum kerlingar). Og eins og sjá má hér fyrir ofan, þá synti ég í vatninu. Vatnið var svo gruggugt að ég sá hvort sem er ekki neina fiska, en fyrir þá sem ekki vita þá eru fiskar þau ljótustu dýr sem ég hef á ævi minni séð. Og svo er ég búin að lofa mér í nokkur taekwondospörk í Slottskogen einhvern daginn. Og við spjölluðum pínu við Anders And (danska), Kalle Anke (sænska), Andrés önd (íslenska) eða eitthvað furðulegt sem ég man ekki á finnsku.
Þegar heim var komið, þá strunsuðum við Venla rakleitt á pizzustaðinn sem er hérna í Odinsgatan og keyptum okkur tvær frekar stórar pizzur á 50 SEK stykkið! Pff, þvílíkir okrarar þarna á Íslandi...
En jæja, best að fara og gera eitthvað uppbyggilegt. Liseberg? Kanske það :)
Adiós, Anna Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli