mánudagur, júlí 17, 2006

Mánudagur - frí :D

Góðir hálsar og aðrið líkamspartar! (Þið megið hlægja núna)

Þá er það búið og gert, flugmiðinn pantaður og hananú.

Ferðaplan? Tjah, ódýrt og gott skulum við bara segja :) Ég er alveg ótrúlega sátt, gæti ekki verið sáttari við þessa frábæru planeringu mína.

Annars lítur hún nú í grófum (eða eiginlega frekar fínum) dráttum svona út:

24. ágúst 2006
Göteborg-Köbenhavn (train) 7:40-11:37
Köbenhavn-Amsterdam (flight) 14:55-16:20
Amsterdam-Den Bosch (train) 17:13-18:15

Og allur pakkinn á svona 12.000 IKR (sem ég þarf reyndar ekki að borga sjálf).
Og segið svo að ég kunni ekki að skipuleggja! :D Ætla í Central-stationið á morgun og kaupa lestarmiðana, en það verður nú ekki mikið mál, ég er búin að dobbúl-tékka á að allt standist og að það sé laust pláss í lestarnar :) Og ég er meira að segja búin að spyrja hvort ég geti haft lestarmiðann minn í Amsterdam opinn, svona ef ég skyldist týnast á flugvellinum... Og það er að sjálfsögðu ekkert mál (bæði að hafa miðann opinn og fyrir mig að týnast).

Annars er fátt að frétta. Þessi frídagur minn fór nú ekki allkostar í nytsamlega hluti. Ég vaknaði klukkan átta og hékk heima þar til klukkan tólf og dundaði mér við fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi sem hún móðir mín er nú annars vön að sjá um.

Eftir dúlleríið ákvað ég síðan að mig langaði til að skila skóm sem ég keypti í síðustu viku, svo ég arkaði út í skóbúð, þrútin í framan og ógreidd og ómáluð með öllu. Í skóbúðinni hitti ég fyrir gellu sem tók það absolút ekki til greina að taka skóna til baka, enda "greinilega búið að ganga á þeim úti sko!". Sem var nú reyndar alveg satt, og eiginlega alveg mjög satt því ég var búin að nota skóna frekar mikið.´

En ég var nú ekki á þeim buxunum að gefast upp, enda heilar 180 SEK í húfi, og arkaði því heim aftur, skellti mér í sturtu og fleyginn bol og klíndi á mig make-uppi, og strunsaði síðan aftur í skóbúðina. Þar blikkaði ég myndarlegan ungan afgreiðslumann sem tók við skónum möglunarlaust og án þess að svo mikið sem að líta á sólana á þeim. Já, um að gera að nota það sem maður hefur ;)

Og því næst fór ég sem leið lá, 180 SEK ríkari, beint í næstu snyrtivöruverslun og splæsti þar í fegurðarvörum af ýmsu tagi með góðri samvisku. Jahú!

4 dagar í Köpenhamn baby! Ég veit nú reyndar ekki hvursu mikið ég mun fylgja hópnum í þeirri ferð, en þó ætla ég að sjálfsögðu að skella mér í Kristjaníu með liðinu!

Christiania, já. Reyndar er smá pressa á mér fyrir þá heimsókn, og bíður öll fjölskyldan spennt heima á Íslandi eftir að fá að vita hvernig sú ferð fer.

Nei, ég er ekki að fara að reykja hass. Bíð með það þar til ég fer til Amsterdam og kaupi mér hash-brownie.

En já. Sagan er sem sagt sú að vorið 2003 fór ég með bekknum mínum (var í 10. bekk í grunnskóla) til Danmerkur og við fórum meðal annars í Kristjaníu. Á meðan bekkjarfélagar mínir skoðuðu hasspípur af miklum móð, þá hafði ég meiri áhuga á að skoða alls konar boli sem voru þarna til sölu, enda hafði ég hugsað mér að kaupa einn slíkan handa stóra bróður mínum (Einari) sem minjagrip. Þarna gramsaði ég í gegnum boli sem allir höfðu tilvísanir í hass og maríjúana, en ég hafði satt best að segja engan spes áhuga á að kaupa slíkan bol.

Og síðan sá ég hann. THE BOLUR! Hvítur með bláa Ford-merkinu, fyrir utan að það stóð ekki "Ford" á merkinu heldur "Fuck". Eftir smá umhugsun og pælingar hvað varða stærð (hef aldrei verið góð í að sigta út stærðir) þá splæsti ég í einum bol á skitnar 100 DKK, og vúla, bolurinn passaði fullkomlega :D

Þessi bolur hefur alla tíð síðan vakið mikla athygli og eftirtekt og hefur fólk frá öllum heimshornum dáðst að honum og jafnvel boðist til að kaupa hann fyrir háar fjárupphæðir.

Reyndar var nú frekar skondið þegar ég sýndi familíunni bolinn í fyrsta skiptið. Stóri bróðir minn, eigandi bolsins, sprakk úr hlátri því honum fannst þetta svo geggjað fyndið og töff, og mamma mín sprakk úr hlátri því henni fannst ég svo agalega sniðug og hugmyndarík að kaupa svona fínan Ford-bol! Síðan reyndar fattaði hún að það stæði ekki Ford heldur Fuck á honum... sem framkallaði annað hláturskast...

En já. Í dag er þessi bolur orðinn ansi snjáður og trosnaður greyið, og hefur því öll fjölskyldan sett á mig þá pressu að finna samskonar bol í Kristjaníu. Athugið að það eru 3 ár síðan ég var þarna seinast.

Annars er fátt að frétta, best að fara að sofa! Bestu kveðjur, Anna Be

Engin ummæli: