Ég ætla að byrja þessa færslu á að óska henni Hrafnhildi Ýr til hamingju með afmælið, en hún er orðin tvítug gellan ;) Hálffertug alveg hreint :P Njóttu dagsins vel og vandlega í Þjóðverjalandi, og lifðu í lukku en ekki í krukku :D
Einnig eru aðeins þrír dagar í að ég verði 19 ára, eða hálf þrjátíuogátta ára. Og gerist það sem sagt þann 29. júlí. Og hvurnig skal halda upp á afmælið? Tjah, ég hef um akkúrat tvennt að velja.
1. Fara á bar ásamt hinum Nordjobburunum og halda sameiginlega upp á afmælið okkar Hönnu frá Finnlandi, en hún á afmæli þann 30. júlí. Drekka vondan bjór og vonast til að hitta sæta gaura.
2. Fara á ströndina í Hunds-blablabla-stranden sem er í um tveggja klukkustundaakstur fyrir utan Gautaborg. Gista þar í sumarhúsi sem foreldrar Ragnar (gaursins sem á íbúðina) eiga. Liggja í sólbaði, verða alveg heví-brún, spila strandbolta með stæltum kroppum og synda í sjónum. Hugsanlega og kannski verður yngri bróðir hans Ragnars einnig á staðnum, og ef hann líkist stóra bróður sínum eitthvað í útliti, tjah, þá mun mér nú ekki leiðast mikið!!!
Já, ég er nú ekki það vitlaus að ég þurfi að hugsa um hvorn kostinn ég ætla að velja! Það verður að sjálfsögðu númer tvö, gott að komast aðeins út fyrir bæinn og slappa pínu af og synda í sjónum :)
(Útskýring fyrir foreldra mína: Mamma hans Ragnars hringdi í mig áðan og sagði að þau hjónakornin væru í þessu sumarhúsi og myndu vera þar þar til 7. ágúst og þau buðu mér að koma og gista hjá þeim, muna bara eftir handklæðum, því þarna er strönd og fólk og strandbolti og gaman gaman og gott veður og ég veit ekki hvað og hvað... og þeim þætti alveg afskaplega gaman ef ég myndi koma og heimsækja þau :) )
Svo auðvitað verður það kostur tvö. Þá hef ég líka virkilega góða afsökun þegar ég verð beðin um að vinna á laugardaginn og sunnudaginn, frídagana mína, því það mun pottþétt gerast, sannið bara til! Ég þori varla að fara inn á skrifstofuna lengur eða láta yfirmenn mína sjá mig einhversstaðar því það er alltaf verið að biðja mig um að taka aukavaktir ;) Og það hljómar betur að segja: "Nei sorrí, ég verð ekki í bænum" heldur en að segja: "Nei því miður, ég er að fara út á laugardagskvöldið og ætla seint að sofa og get þess vegna ekki mætt í vinnu á sunnudaginn".
Ég hef annars ekkert á móti því að vera sveigjanlegur starfskraftur. En þegar vinnan er að þrífa hótelherbergi og að gera sömu hlutina aftur og aftur og aftur og aftur, tjah, þá nenni ég eiginlega ekki að vinna meira en nauðsynlegt er.
Og gleðifréttir: Síðasti vinnudagurinn minn er 20. ágúst :D Eftir þann dag ætla ég ALDREI AFTUR Í MÍNU LÍFI að þrífa hótelherbergi. Það er samt eiginlega alls ekki svo leiðinlegt að þrífa, síður en svo, það er eiginlega mjög gaman ef eitthvað er! En 14 herbergi á dag í þrjá mánuði (maður er samt ekkert að vinna alla daga!) og maður er alltaf í kappi við tímann, maður fær eiginlega alveg nóg...
En jæja, best að fara og bíða með óþreyju eftir FOOTBALLER'S WIVES sem byrjar eftir einn og hálfan klukkutíma!!! Já, ég hélt ég myndi gera alla heyrnarlausa í húsinu í síðustu viku þegar ég uppgötvaði að þeir sýna Footballer's wives hérna!!! Þvílík voru nefnilega öskrin...
Knús og kossar til ykkar allra og geheggjaðar afmæliskveðjur til Hrafnhildar :) Anna Björk
miðvikudagur, júlí 26, 2006
It's a sunny day!
...sagði
Anna Bj.
-
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli