Komin heim (til Gautaborgar) úr hinni æðislegu Kaupmannahöfn, grenj :'( Ég elska Danmörku, ég elska Danmörku, ég elska Danmörku, ÉG ELSKA DANMÖRKU!
Og þar sem þið megið að sjálfsögðu ekki missa af einu augnabliki úr mínu lífi, þá ætla ég að skrifa ferðasöguna hér í grófum dráttum! Fögnum því! :D
Byrjum á svona samantekt, og síðan ætla ég að skella myndunum inn.
FÖSTUDAGURINN 21. JÚLÍ 2006
Við (ég, Venla, Paula, Anne, Elina, Nora og Elise) vorum komnar til Kaupmannahafnar um 12-leytið. Við byrjuðum á að skella okkur á vandræðaheimilið okkar (vandrerhjem, farfuglaheimili) sem var við Belle Center á Vest-Amager sem er um 4 kílómetra fyrir utan borgina. Til að komast þangað þurfti að taka s-tog frá Hovedbanegården til Nørreport og þaðan metro til Belle Center. Þaðan þurfti síðan að taka rútu í nokkrar mínútur og þá var maður kominn á vandræðaheimilið.
Eftir að hafa kastað töskunum inn í herbergin (ég var að sjálfsögðu með langmesta farangurinn, risastóra bleika ferðataskan mín var sko það eina sem dugði til undir allt draslið mitt!), þá fórum við aftur í miðbæinn. Þar splittaðist grúppan. Ég tók þá ákvörðun að gera nákvæmlega ekki neitt annað en að spássera um bæinn og njóta þess að vera dönsk og spjalla við Danina og svona. Og vá, hvað Köbenhavn er æðislegasta borg í heimi!
Um kvöldmatarleytið var haldið á tyrkneskan veitingarstað. Ég borðaði nú reyndar ekkert þar. Eftir kvöldmat fór ég síðan aftur á vandræðaheimilið og hvíldi mig smá og tók mig síðan til fyrir hið danska djamm!!! Ég hafði nefnilega haft samband við danskan vin minn (sem ég hafði by the way ekki hitt í þrjú ár) og hann hrifsaði mig með sér í næturklúbb með honum og vinum hans sem hétu allir Kasper og Jesper. Og við skulum bara segja að danskt djamm er GEGGJAÐ!!! Aðgangseyririnn í klúbbinn var 75 DKK fyrir kvenkyns og 150 fyrir karlkyns (don't ask me why!), og þegar inn var komið gat maður drukkið eins mikið og maður vildi af (vatnsþynntum) bjór og kampavíni sem var allskonar á litinn. Þannig að fyrst var strunsað á barinn (mín áfengisdrykkja var öll í góðu hófi samt!) og klukkan hálftvö var farið á dansgólfið þar sem hendur hreyfðust, rassar hristust og mjöðmum var skotið í allar áttir af miklum móði. Og tónlistin var nú ekkert KaffiAk eða Dátinn, nei onei! Þetta kallar maður sko EKTA GEGGJAÐ FRÍKAÐ GÓÐA DANSTÓNLIST!!! Vá, segi ég nú bara! Og næst þegar ég kem við heima á Fróni, þá skal ég kenna ykkur fullt af geggjuðum "múvum" sém ég lærði þetta kvöld. Sem dæmi um hreyfingar má nefna "ekki missa slímið" og "að tína epli af tré" (ég bjó til nöfnin sjálf).
Og nú koma föstudagsmyndirnar:
Séð frá stoppistöðinni í Belle Center
Við fórum og fengum okkur pitsu
Ég í Kaupmannahöfn
Ráðhúsið
Á tyrkneska veitingarstaðnum
Bjútí bjútí við Belle Center
Ég og Venla á Hovedbanegården
Ég með pósurnar á hreinu
Við að reyna að vera ofurlítið danskar
Jájá
Sólarupprás á ströndinni
Já, þetta var sem sagt föstudagurinn í mjög grófum dráttum. Laugardagurinn kemur vonandi inn á morgun og sunnudagurinn kannski líka :)
Knus og kram! Anna den danske :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli