laugardagur, júlí 01, 2006

I love life :D

Jájá. Á morgun ætla ég að koma með góða færslu um það sem á daga mína hefur drifið undanfarið... Hmm. Mér finnst eins og ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður? Nei, í alvörunni, hún kemur á morgun. Kannski ;)
Ég held að ég sé uppteknasta manneskjan í heiminum þessa stundina. Oftar en ekki er ég búin að tví- og þríbóka hjá mér kvöldin og síðan segi ég bara úllendúllendoff! Vá, það er ALLTAF eitthvað skemmtilegt að gerast hjá mér, öll kvöld, alla daga!
Gærkvöldið var líka skemmtilegt, þrátt fyrir vægt panikkskast í byrjun. Frá því er skemmst að segja að ég leysti panikkið á fagmannlegan hátt og skemmti mér frábærlega allt kvöldið. Já, eftir að hafa farið á þrjá bari og talað alveg endalaust mikið um allt milli himins og jarðar, þá endaði ég einhversstaðar á einhverjum svölum ásamt Venlu og tveimur ungum og myndarlegum verkfræðingum? Hmm. Þau drukku að sjálfsögðu öll gin og tónik, en ég var mjög "pro" að vanda og fékk mér vatn.
Og já. Tungumálakunnátta mín vekur greinilega mikla athygli hér í Svíaveldi. T.d. í gær á einum barnum skrapp ég á klósettið, svona eins og gengur og gerist. Þegar ég kom til baka var allur hópurinn, um 15 manns á aldrinum 24 ára, að ræða fram og aftur um enskukunnáttu mína. Já, þegar ég þarf að tala mikið á ensku, þá læt ég amerísku enskuna flakka og skipti yfir í bresku enskuna, því þá tala ég hægar og skýrar. Og þessi breska enska mín er víst svo fullkomin að þau héldu öll að ég hefði búið svona MINNST 6 mánuði í Englandi, því svona ensku lærir enginn í grunnskóla eða framhaldsskóla eða á ferðalögum! Jájá, framburðurinn var víst svo flottur að þau misstu víst öll andlitið þegar þau heyrðu mig fyrst tala, þvílíkur var fullkomleikinn! Jájá.
Og síðan fóru þau líka að ræða sænskuna mína. Ég tala ekki mikið á sænsku, en þegar ég geri það, þá er víst afar erfitt að heyra muninn á mér og venjulegum Svía! Ég tala t.d. með MUN betri hreim heldur en Finnar, því þeir leggja sig ekkert sérstaklega fram við að ná taktinum í syngjandanum eða öllum litlu ð-hljóðuðum sem lauma sér inn í alveg ótrúlegustu orð og alls konar smáatriðum sem ég tek eftir og reyni að tileinka mér. Svo já, ég tala með svo gott sem fullkomnum sænskum hreim :D Vúhú!
En já, nóg af monti í kvöld, monta mig pottþétt meira á morgun og alla aðra daga líka!
Kærar kveðjur, Anna hin ofurhamingjusama!

Engin ummæli: