Jahá, ein eftirmiðnætti færsla hér á ferð! Já, það er einfaldlega of heitt til að sofa. Sérstaklega þar sem ég sef uppi á fataskáp og allt heita loftið leitar upp á við... held ég? Heh, ansi langt síðan ég var síðast í eðlisfræði ;)
Og já, það hjálpar ekkert að hafa gluggana opna, því það er næstum því heitara úti en inni. Og það hjálpar heldur ekkert að vera alveg nakin og með enga sæng. Og það hjálpar klárlega ekki að fara út í einhvern almenningsgarð og sofa þar, því það er ennþá yfir tuttugu stiga hiti úti...
Og hvað gerir maður þá? Jú, hangir á netinu eins og manni sé borgað fyrir það! Ætlaði að niðurhlaða einhverjum skemmtilegum lögum af netinu, en er allt í einu búin að gleyma hvernig tónlistarsmekk ég hef. Fuss, ég kenni MTV um! Sem spilar by the way geðveikt leiðinleg lög sem ég fíla furðulega mikið!
En ég ætla samt ekki að kvarta yfir veðrinu hér í Svíaveldi, ó nei! En ég ætla hins vegar að kvarta yfir veðrinu heima á Grænavatni og biðja hvern þann sem vill hlusta á um að senda foreldrum mínum smá rigningu á túnin...
Vá, talandi um tilgangslausa bloggfærslu! Haha. En jæja, best að kasta af sér klæðum og skríða upp á fataskápinn og fara að sofa! Það er nefnilega bissí dagur á morgun, fyrst Saltholmen og síðan Slottskogen... ;)
Og já. Þegar ég nenni þá þarf ég að muna eftir að fara í þvottahúsið og panta mér þvottatíma! Tjah, reyndar er einn hængur á, og hann er sá að ég nenni aldrei ;) Ég meina halló, ég bý á fimmtu hæð í LYFTULAUSU húsi og þvottahúsið er einhversstaðar niðri í öðru húsi... Það er ekki eins og ég nenni að hlaupa niður til þess eins að panta tíma og hlaupa upp aftur ;)
Reyndar hefði ég nú ekkert nema gott af því. Ég hef nefnilega verið aðeins of dugleg við að rækta nýjasta áhugamálið mitt hérna í Gautaborg: Kökur! Kökur af öllum stærðum og gerðum! Namminamm. En satt best að segja hef ég EKKI GLÓRU um hversu þung ég er akkúrat núna, hvort ég er 57 kíló (vonandi) eða 60 kíló (jafnt og MEGRUN!), tjah, ég hreinlega get ekki sagt til um það. Þó finnst mér ég vera í þyngri kantinum þótt útlitið beri það ekki með sér, kannski þetta "þunglyndi" stafi af því að ég hef ekkert hreyft mig (fyrir utan að ganga og rúlla mér á línuskautum) síðan ég kom hingað til Gautaborgar? Já, ég ætla klárlega út að skokka á föstudaginn! :D
En jæja, skriftum lokið, ég er farin að sofa (eða réttara sagt soðna). Adiós og hagið ykkur vel! AnnaHaralz
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Hiti sviti
...sagði
Anna Bj.
-
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Flokkur: Sverige
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli