miðvikudagur, júlí 19, 2006

Monní monní

Jæja, þá er launaseðilinn fyrir júní kominn í hús, þó fæ ég peningana ekki fyrr en þann tuttugastaogfimmta þessa mánaðar.

Við skulum bara segja að seðilinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir, hehemm. En ég var nú alveg búin að búa mig undir það, maður fer nú ekki í Nordjobb til að græða böns of monní ;)

Já, þetta er held ég það eina merkilega sem ég hef að segja í dag, svei mér þá!

Jæja, best að halda áfram að horfa á Britains Next Topmodel! Hagið ykkur vel :) Anna Björk

Engin ummæli: