mánudagur, júlí 03, 2006

Önnur myndafærsla, jess

Í tilefni þess að hægri ökklinn á mér höndlar ekki meira labb í bili, þá hefi ég ákveðið að láta allt félaglíf um lönd leiða í kvöld og heiðra ykkur þess í stað með nærveru minni.

Og áfram skal haldið þar sem frá var horfið!

30 .júní: Við Venla að tékka statusinn á útlitinu

Já, við reyndum að vera svolítið alvarlegar

Við á einhverjum svölum einhversstaðar

1. júlí: Svona var veðrið þennan júlímorgun og tilvalið að leika sveittan túrista ásamt hinum núrjobburunum, ókeypis! Því við fengum öll ókeypis “Gautaborgarpassa” sem hleypti okkur ókeypis inn á flest söfn borgarinnar og annað túristadót í heilan sólarhring.

Æ-æ. Eitthvað er hárið að klikka á þessari mynd! Kannski vegna þess að ég dundaði mér einum of mikið við að borða morgunmatinn og lesa vikugömul dagblöð svo ég þurfti að hlaupa sem mest ég mátti til að verða ekki of sein? Hmm, pæling!

Við byrjuðum á að fara í Universeum, svo já Björg, ég hef farið þangað :D

Í Universeum, sem er náttúrulífssafn eða eitthvað í þá áttina, sá ég þessar fínu fínu slöngur/snáka/orma.

Mér finnst nú appelsínuguli gullfiskurinn minn heima í sveitinni aðeins sætari en þessi blái fiskur.

Og fleiri slöngur/snákar/ormar.

Hjálp!

Komin í hitabeltið sem var aaaðeins of loftlaust fyrir minn smekk

Þetta fína fiðrildi fann ég í hitabeltinu

Já, það var fallegt "landslag" þarna

Ég sá sjálfa mig á risaskjá… Takið eftir nýju og fínu Pamelu Anderson brjóstunum mínum!

Ég alveg rosalega menningarleg á listasafni þar sem þemað var húsgagnahönnun í Norðrinu eða eitthvað slíkt.

Þessi mynd er tekin í “The Lipstick-house”, byggingu sem lítur út eins og varalitur. Flestar myndirnar sem ég tók úr turninum eru ónothæfar með öllu því myndavélin mín var að verða batteríslaus og vildi ekki sýna mér myndirnar á stóra skjánum og ég fattaði ekki að nota litla gatið og skaut þess vegna út í loftið og einnig vegna þess að ég sjálf speglaðist alltaf í glugganum og skemmdi myndirnar… Og vá, hvað þetta var löng setning! En já, þarna sjáið þið aðalbrautarstöðina (Central Station) og ég bý þarna rétt hjá…

Þarna var ég komin í “Pödduna” (Paddan) sem er túristabátur sem siglir um skurðina í Gautaborg. Spurning um að vera aðeins glaðlegri á sjálfsmyndum?

Stolt siglir fleyið mitt stjórsjónum á… Af hverju gerist það alltaf að myndirnar mínar halla? Kannski það sé í genunum, því eitthvað held ég að hún móðir mín sé engin reglustika heldur... ;)

Ég hafði aðeins meiri áhuga á vatninu heldur en túristafyrirlestrinum. Ekki þó vegna skorts á áhuga á helstu stöðum Gautaborgar, heldur finnst mér bara svo sjúklega gaman að sigla! :D

Við Venla létum fara vel um okkur í Slottskogen, stærsta útivistarsvæðinu í Gautaborg. Og ég get nú alls ekki sagt að ég myndist vel svona liggjandi.

Degi tekið að halla

Já, þannig var nú það! Loksins er ég búin að vinna upp allar myndalausu færslurnar mínar, vúhú! Njótið vel og lengi og hugsið fallega til mín þar sem ég ligg í sólbaði í 27 stiga næstum dag hvern...

Adiós, Anna Björk

Engin ummæli: