mánudagur, júlí 24, 2006

Dejlige Dejlige Danmark, part 2

Jæja, áfram skal haldið þar sem frá var horfið!

LAUGARDAGURINN 22. JÚLÍ 2006

Þar sem ég afrekaði það að koma ekki heim á vandræðaheimilið aftur fyrr en klukkan níu um morguninn, og tölvustýrða lyklakerfið á vandræðaheimilinu bilaði svo enginn gat farið inn í herbergin sín eða á klósettið (sem var tölvulyklastýrt), þá náði ég ekki að taka mig til í tæka tíð fyrir Christianiu-ferðina. Ég komst nefnilega inn í herbergið mitt klukkan 9:25 og það lagt af stað klukkan 9:30. En ég nennti nú ekki að gráta það mikið, heldur fór bara að sofa.

Ég var síðan mætt í miðbæinn um 16-leytið. Ég nennti nú ekki að gera neitt annað að njóta þess að vera dönsk (hefði samt getað farið ókeypis á flest söfn borgarinnar með Kaupmannahafnarpassanum mínum). Um 19-leytið fór ég síðan aftur á vandræðaheimilið, og klukkan 20 fór ég ásamt Nordjobb-grúppunni á Islandsbryggen, sem er svæði í Kaupmannahöfn. Þar örkuðum við á pitsustað og pöntuðum okkur pitsur. Afgreiðslumennirnir sögðu reyndar að ein meðalstór pitsa væri allt of mikið fyrir eina manneskju, en við hlustuðum ekki á svoleiðis bull og pöntuðum 7 stykki, allt á kostnað Nordjobb. Frá því er skemmst að segja að pitsurnar voru allt of stórar. Við hlógum okkur líka næstum til óbóta þegar við sáum 3 stælta karlmenn koma trítlandi út með eina meðalstóra pitsu sem þeir ætluðu að deila með sér... Já, svo stórar voru pitsurnar!

Ætlunin var síðan að fara á skemmtistað og sletta ærlega úr klaufunum, en sökum mikillar þreytu og takmarkaðs áhuga á áfengisdrykkju, þá ákvað ég að fara bara heim að sofa um 23-leytið en hin fóru og dönsuðu frá sér allt vit.
Og nú koma myndirnar:

Vandræðaheimilið mitt


Ég í Nyhavn


Fallega fallega Nyhavn

Lifandi tónlist í Nyhavn



Þessi er tekin á Strikinu

Hovedbanegården


Pitsuát á Islandsbryggen

Dagur að kveldi kominn

Ég var bláedrú, en eitthvað var myndatökumaðurinn búinn að smakka vínið og lét mig pósa svona...

Sunnudagurinn kemur kannski á morgun!

Ástarkveðjur, Anna B

Engin ummæli: