þriðjudagur, júlí 11, 2006

Hífhopp æpti karlinn

Ó nei! Ég er búin að gleyma öllu sem ég ætlaði að segja ykkur! Ohh.

Hrósið í dag hlýtur þó tvímælalaust gaurinn sem ákvað að sofa í allan dag svo ég þurfti ekki að þrífa herbergið hans, vúhú! :D

Á eftir er íslenskt þemakvöld hjá Nordjobb. Frá því er skemmst að segja að tíminn líður svo hratt hér í Gautaborg að ég hélt að kvöldið væri í næstu viku. Ég sem var búin að plana að baka Ísland (skúffuköku-Ísland) og kenna Finnunum að dansa skottís og ræl, en þess í stað verða greyin að svelta og horfa á 101 Reykjavík. Kannski ég bjóðist til að halda annað íslenskt kvöld handa þeim seinna?

Ég er alltaf að rekast á Íslendinga hér í Gautaborg. Áðan þegar ég beið eftir sporvagninum mínum heyrði ég á tal nokkurra Íslendinga. Það var sem sagt frjálsíþróttalið frá Íslandi sem samanstóð af sex 13 ára stelpum og einni fullorðinni konu sem var fararstjórinn. Þarna stóðu þær og blöðruðu út í eitt, reyndar ekki um neitt merkilegt. Ég ákvað að segja ekki orð, heldur hlusta bara og athuga hvort þær færu að segja einhverjar skemmtilegar slúðursögur. Eftirfarandi átti samtals átti sér síðan stað:

Stelpa: Hey, hvenær kemur sporvagninn okkar?
Farastj: Hann kemur eftir 11 mínútur. Það er einn núna sem kemur "nu", haha skondið að hafa svoleiðis á skjánum!
Anna (sem gat ekki setið á sér að skjóta inn orði): Pff, það er nú ekkert að marka þetta "nu", því það mun standa þarna í svona þrjár mínútur...
Fararstj: Já er það? Haha. Smá þögn. HEY!!! ERTU ÍSLENSK????
Anna: Haha já.
Farastj: Nei hvað segirðu! Og býrðu hér í Svíþjóð?
Anna: Já, ég er að vinna hérna núna í sumar.
Farastj: Nei hvað segirðu!!!! OHH, aldrei datt mér neitt svoleiðis sniðugt í hug þegar ég var ung!

Síðan spjölluðum við um ýmislegt þar til ég þurfti að hoppa upp í númer 13 og leiðir skildust.

Og kannski ég segi ykkur frá því hvernig sporvagnatöflurnar virka hér í Gautaborg. Á stærstu stoppistöðvunum eru rafmagnstöflur sem segja hversu margar mínútur eru í að vagn númer eitthvað ákveðið komi. Dæmi:

13 Linnéplatsen via Skånegatan - 6 min
Tveimur mínútum síðar stendur þetta á skjánum: 13 Linnéplatsen via Skånegatan - 7 min
Eftir maaargar mínútur stendur þetta á skjánum: 13 Linnéplatsen via Skånegatan - 1 min
Eftir tvær mínútur stendur þetta á skjánum: 13 Linnéplatsen via Skånegatan - 2 min
Eftir eina mínútu stendur þetta á skjánum: 13 Linnéplatsen via Skånegatan - Nu
Eftir tvær mínútur kemur síðan sporvagninn.

En já, best að fara og leita að augnblýantinum mínum... Ég fann hann ekki í morgun og mætti því ómáluð í vinnuna, og ég vil helst ekki gera það aftur því það eru svo margir speglar í öllum herbergjum að ég varð hálf þunglynd af þessu málningarleysi.
Kærar rigningarkveðjur úr borg Gautanna! Anna Björk

Engin ummæli: