Heilir tveir dagar síðan ég bloggaði seinast og dyggir aðdáendur farnir að kvarta. Svo auðvitað bregst maður fljótt og vel við og hendir inn eins og einni bloggfærslu.
Annars ákvað ég að ég gæti nú ekki verið minni manneskja en hann litli bróðir minn (sem er annars miklu hærri en ég) og ákvað ég því að telja öll komment sem ég fékk í júní-mánuði og hæla þeim sem eiga flest kommentin.
Leikar fóru svo:
Í 1.-2. sæti eru:
Elín Ósk Magnúsdóttir (þessi mynd er alls ekki stolin og ég klippti alls ekki hinn hausinn út af henni)
Lilja Níelsdóttir (þessi mynd er heldur ekki stolin og það er alls ekki búið að klippa annan haus út af henni)
Í 3. sæti er:
Kristinn Björn Haralsson, litli bróðir minn! Því miður átti ég enga mynd af gaurnum, nema einhverjar sem eru svo gamlar að hann er miklu minni en ég á þeim, svo ég set því mynd af Grænavatni hér í staðinn... Já, þetta er Grænavatn, myndin er tekin úr garðinum heima :)
Annars fátt að frétta sosum. Fyrir utan að ég fékk afmælispakka frá fjölskyldu minni í dag, sem er by the way sætasta fjölskylda í heimi, ég get svoleiðis svarið það! Já, ég fékk sendan Da Vinci kóðann minn (sem ég gleymdi heima núna í vor!) og síðan fékk ég hollenska/enska enska/hollenska orðabók í afmælisgjöf!!! Og síðan fékk ég sænska krónu frá Friðriki litla sæta brósa og sætt bréf :) Og ökuskírteinið mitt, endurnýjað, og gildir það til ársins 2057... Og síðan fékk ég líka póstkort :) Já, þetta gerði daginn mjög skemmtilegan eftir alveg hreint út sagt hörmulegan vinnudag :D
Jæja, best að fara og taka fötin úr þurrkaranum... Ætlaði að skella mér í sturtu áðan, en fattaði svo að öll handklæðin mín voru í þvottavél svo ekkert varð úr þeim áætlunum. Og síðan ætla ég að pakka. Því að á morgun er ég nefnilega að fara til Hunnebostranden og liggja í sólbaði í tvo daga eða svo! Og já, ég var beðin um að vinna á morgun... Told you so!!!
Munið svo að ég á afmæli á morgun :) 19 ára, úff púff! Tíminn líður! Ég mun sennilega fara að grenja á 20 ára afmælisdaginn minn eftir ár... Nei oj, ég sagði þessa tölu aldrei! Þetta er alveg skelfilegt! Spurning samt hvort þetta er skelfilegra fyrir mig eða foreldra mína, haha, litla stelpan þeirra sem gekk á tánum og borðaði upp úr smjördallinum með skeið er næstum því (ég sagði NÆSTUM því og það mun vera næstum því ansi lengi) farin að ganga á (háum) hælum í staðinn fyrir tám og læra að nota smjör til matargerðar í stað þess að borða það bara. Já, ég held þetta sé mun skelfilegra fyrir foreldra mína.
En jæja, farin að tékka á fötunum mínum! Samasem: Hlaupa niður stigann í 7. skiptið í dag og drattast upp hann aftur í 7. skiptið í dag... (Ég bý á fimmtu hæð og engin lyfta, remember!).
Kærar kveðjur, Bjork Anna (sem er nýjasta nafnið mitt, því fólkið á Gothia Towers veit greinilega ekki að ég er Haraldsdottir líka...)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli