Einhverra hluta vegna er ég með blöðru neðan á hægri litlutá. En Guðskelof, þá er ég ekki að fara að nota fæturna á morgun. Nei, ég ætla að nota upphandleggsvöðvana, múhahaha.
Ég hef bara einu sinni farið á kanó áður. Það var í Danmörku vorið 2003 og ég ALLTOF mikil gelgja til að róa sjálf og lét þess vegna hina bara um það.
En núna er ég minni gelgja (og jafnvel minni gella líka, haha) og ætla að róa sjálf... eða svona kannski... sjáum til hvernig okkur verður raðað í kanóana :) Mestan áhuga hef ég þó á vatninu sjálfu, því það er svo flott að sjá öldurnar skella á bátnum... Held samt að verðum að taka ansi mikið á því ef við ætlum að fá einhverjar öldur, hehemm!
Og stærstu fréttirnar í dag eru að sjálfsögðu tatatata! Veðurfréttir! Já, ég tala ansi mikið um veðrið, en þið þarna þorskar á þurru landi (Frónbúar) þurfið að sjálfsögðu að vera vel upplýst um veðrið hér á meginlandsflekanum! Og já. Kannski ég segi þá fréttirnar. Í nótt RIGNDI :D:D:D Já, þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina sem skein úr mínum augum í morgun! Reyndar er einn galli á þessari rigningu og hann er sá að loftið verður rakt og hárið á mér krullar sér algjörlega óumbeðið upp í allskonar furðulega liði... Sléttujárn segið þið?
Núna um helgina á síðan að vera frekar kalt samkvæmt veðurspánni, eða svona 18 til 25 stig. Í næstu viku á síðan að hlýna aftur og þá verða 25 til 30 stig. Og vúhú, það rignir heima á Grænavatni :D Og er það alfarið mér að þakka! Reyndar segir mamma að ég hefði nú alveg mátt sleppa kuldanum sem fylgir, en það eru víst ekki nema bara svona 6 gráður heima núna... heh, vúps!
Og já, pff, ég er nú eiginlega orðin algjör sænskusnillingur! Þegar fólk er farið að skilja mig alveg fullkomlega í síma án þess að þurfa að segja "Hvad säger du?" svona sjö sinnum, þá tel ég það vera merki um stórkostlegar framfarir.
Í dag skildi t.d. þvottamaðurinn á hótelinu þetta þegar ég hringdi í hann: "Heijj, der fínns ínga stúra handdukjar úbbe po voníng tolv í vest... taggj so míggje!" ("Där finns inga stora handdukar oppe på våning tolv i West... tack så mycket!"). Reyndar er ég ekki alveg klár á hvort maður segir "úbbe" eða "obbe", en mér finnst skemmtilegra að segja hið fyrrnefnda svo ég held bara áfram að segja "úbbe" þar til ég veit betur. En allavega, þvottamaðurinn kom eftir hálfa mínútu með vagn stútfullann af stúrum handdúkum, ú je!
Já, þetta var nú aldeilis skemmtileg saga.
Og já. Sá sem kann að segja orðið "vifta" á ensku má kommenta hjá mér hið snarasta. Það er nefnilega ekki mjög smart að segja "windmaker" (eins og Venla stakk upp á). Sérstaklega ekki þar sem ég ætla að kaupa mér eina slíka græju og yrði það nokkuð hallærislegt að fara út í búð og segja: "Ursäkta! Har du en windmaker?". Og ef þið kunnið að segja orðið á sænsku, tjah, þá er það náttúrulega ekkert verra ;)
Jæja, best að fara og horfa á ekkert í sjónvarpinu. Verið góð hvert við annað! Anna Björk
Ég hef bara einu sinni farið á kanó áður. Það var í Danmörku vorið 2003 og ég ALLTOF mikil gelgja til að róa sjálf og lét þess vegna hina bara um það.
En núna er ég minni gelgja (og jafnvel minni gella líka, haha) og ætla að róa sjálf... eða svona kannski... sjáum til hvernig okkur verður raðað í kanóana :) Mestan áhuga hef ég þó á vatninu sjálfu, því það er svo flott að sjá öldurnar skella á bátnum... Held samt að verðum að taka ansi mikið á því ef við ætlum að fá einhverjar öldur, hehemm!
Og stærstu fréttirnar í dag eru að sjálfsögðu tatatata! Veðurfréttir! Já, ég tala ansi mikið um veðrið, en þið þarna þorskar á þurru landi (Frónbúar) þurfið að sjálfsögðu að vera vel upplýst um veðrið hér á meginlandsflekanum! Og já. Kannski ég segi þá fréttirnar. Í nótt RIGNDI :D:D:D Já, þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina sem skein úr mínum augum í morgun! Reyndar er einn galli á þessari rigningu og hann er sá að loftið verður rakt og hárið á mér krullar sér algjörlega óumbeðið upp í allskonar furðulega liði... Sléttujárn segið þið?
Núna um helgina á síðan að vera frekar kalt samkvæmt veðurspánni, eða svona 18 til 25 stig. Í næstu viku á síðan að hlýna aftur og þá verða 25 til 30 stig. Og vúhú, það rignir heima á Grænavatni :D Og er það alfarið mér að þakka! Reyndar segir mamma að ég hefði nú alveg mátt sleppa kuldanum sem fylgir, en það eru víst ekki nema bara svona 6 gráður heima núna... heh, vúps!
Og já, pff, ég er nú eiginlega orðin algjör sænskusnillingur! Þegar fólk er farið að skilja mig alveg fullkomlega í síma án þess að þurfa að segja "Hvad säger du?" svona sjö sinnum, þá tel ég það vera merki um stórkostlegar framfarir.
Í dag skildi t.d. þvottamaðurinn á hótelinu þetta þegar ég hringdi í hann: "Heijj, der fínns ínga stúra handdukjar úbbe po voníng tolv í vest... taggj so míggje!" ("Där finns inga stora handdukar oppe på våning tolv i West... tack så mycket!"). Reyndar er ég ekki alveg klár á hvort maður segir "úbbe" eða "obbe", en mér finnst skemmtilegra að segja hið fyrrnefnda svo ég held bara áfram að segja "úbbe" þar til ég veit betur. En allavega, þvottamaðurinn kom eftir hálfa mínútu með vagn stútfullann af stúrum handdúkum, ú je!
Já, þetta var nú aldeilis skemmtileg saga.
Og já. Sá sem kann að segja orðið "vifta" á ensku má kommenta hjá mér hið snarasta. Það er nefnilega ekki mjög smart að segja "windmaker" (eins og Venla stakk upp á). Sérstaklega ekki þar sem ég ætla að kaupa mér eina slíka græju og yrði það nokkuð hallærislegt að fara út í búð og segja: "Ursäkta! Har du en windmaker?". Og ef þið kunnið að segja orðið á sænsku, tjah, þá er það náttúrulega ekkert verra ;)
Jæja, best að fara og horfa á ekkert í sjónvarpinu. Verið góð hvert við annað! Anna Björk
Engin ummæli:
Skrifa ummæli