SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006
Við vöknuðum snemma og pökkuðum. Og tékkuðum okkur út. Og fórum síðan til Hovedbanegården þar sem við tróðum töskunum okkar í farangursgeymslur. Síðan fór ég og spásseraði um bæinn í smá tíma. Eftir um klukkutíma hittumst við síðan öll (eða allar) við Amalienborg þar sem við fórum í smá gædaðan túr um eitthvað safn. Það var ágætt.
Síðan fóru allir á tyrkneskan veitingastað, nema ég. Ég fór í 7-eleven og keypti mér samloku.
Við hittumst síðan aftur á Hovedbanegården klukkan tvö. Lestin kom síðan eitthvað yfir tvö. Reyndar var einhvern ruglingur með númerin á vögnunum og við fundum ekki vagninn okkar. Og ég var svo stressuð að missa af lestinni (ekki að það hefði verið neitt slæmt samt, hahaha) að ég tróð mér bara inn í einhvern vagn og allir fylgdu á eftir. Og við skulum bara orða það svo að lestin var TROÐFULL og ég gat varla hreyft á mér litla puttann!! En síðan fækkaði fólkinu eftir því sem stoppin urðu fleiri, og tókst okkur að finna vagninn okkar á milli Hovedbanegården og Malmö... ha ha.
En síðan var lestinni allt í einu "aflýst" og við þurftum að hoppa úr í Malmö og strunsa sem mest við máttum langa leið að næstu lest. Og sú lest er sú lengsta sem ég hef á ævi minni séð, alveg mörg hundruð metrar! Og okkar vagn var AÐ SJÁLFSÖGÐU aftasti vagninn... En já, við sprettum aðeins úr spori og náðum lestinni í tæka tíð.
Og síðan var það búið.
Já, ferðin gekk eins og í lygasögu, enginn gerði tilraun til að ræna mig/mér, veðrið var alveg æðislegt og já, Danmörk er bara svo æðisleg!
Og núna koma myndirnar:

Pas på tyverier via vinduet!!!
Þessi mynd er handa mömmu... Hálf búslóðin með í för og ég búin að dreifa henni svona fallega út um allt... Já, sumir breytast aldrei ;)
Aarg, man ekki nafnið á þessari kirkju... Marmarakirkjan?
Ég fyrir utan Amalienborg (konungsfjölskylduheimilin), sem ég ákvað að yrðu aldrei mín framtíðarheimili fyrst maður má ekki einu sinni ákveða litinn á veggjunum sjálfur, hvað þá að færa til húsgögnin... :S
Eitt af húsunum við Amalienborg

Alveg með pósurnar á hreinu skal ég segja ykkur!
Jájá
Jæja, þannig var nú það! Hafið það gott :) Anna Babe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli