þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Útskýring

Ég fékk komment á síðustu færslu þar sem stóð: "Anna að nenna ekki einhverju? Klípið mig, ég hlýt að vera sofandi :o "

Nei, sko, þið skiljið ekki. Þetta er í genunum og ég get ekkert að þessu gert!

Já, móðir mín er nú alveg hörkudugleg kona, en þegar það kemur að því að pakka niður í ferðatöskur, tjah, þá á kæruleysið það til að ná yfirhöndinni.

En þetta reddast alltaf, sjáið til! Oftar en ekki hefur heyrst í okkur mömmu daginn fyrir ferðalög:

"Nei, eru að koma gestir? En gaman! Eigum við ekki að baka vöfflur og pakka svo bara í kvöld?"

"Jæja, núna er klukkan orðin 22... eigum við ekki bara að klára þetta í fyrramálið?"

Og fleira í þeim dúrnum. Þó verður að viðurkennast að mamma er aðeins duglegri í niðurpökkuninni en ég, enda eldri en ég, og kann skipulagningu þar af leiðandi aðeins betur. Ég stend yfirleitt eins og hauslaus hæna og veit ekkert hvar ég á að byrja.

Ég held samt að mamma kunni alveg að pakka upp úr töskum. Það kann ég ekki. Hell no!

Ég man eftir því í fyrrasumar, þegar skólanum slúttaði um miðjan maí, að ég tók ekki upp úr töskunum heima í Mývatnssveit fyrr 27. júlí, en þá bara vegna þess að ég átti von á gestum á afmælinu mínu þann 29. júlí... Dugleg?

Svo þannig er staðan í dag. Ég nenni þessu ofureinfaldlega ekki. EN í dag er næstsíðasti dagurinn minn hérna og ég á eftir að þvo þvott og pakka helling og þrífa alla íbúðina, svo ég held ég reyni nú að taka daginn með trompi. Já, I´m a strong, powerful woman og ætti nú að geta það, held ég?

Kærar tiltektarkveðjur, Anna Björk

Engin ummæli: